Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ráðningarsamningi hennar var rift vegna óléttu

Ráðn­ing­ar­samn­ingi kanadískr­ar konu var rift þeg­ar yf­ir­mað­ur henn­ar komst að því að hún væri ólétt. Heather Menzies seg­ist vera ráð­þrota þar sem hún hef­ur nú ekki næg­an tíma til að vinna sér inn fæð­ing­ar­or­lof hér á landi.

Í byrjun mars voru Heather Menzies og Micah Quinn í sjöunda himni því ljóst var að parið átti von á sínu fyrsta barni í september. Heather hafði áður misst fóstur og var því hikandi við að segja ástvinum frá þegar þau komust að óléttunni mánuði fyrr. Hinn 26. febrúar hafði Micah leyst frá skjóðunni og sent systur sinni skeyti. Þann 2. mars treysti Heather sér til þess að segja mömmu sinni frá því í tölvupósti. Þremur dögum síðar sendi hún yfirmanni sínum skeyti og færði honum fregnirnar. Heather og Micah eru bæði frá Kanada en starfa á Íslandi.

Heather hafði fengið atvinnutilboð í janúar um að snúa aftur til Ice Lagoon og starfa þar aftur sem leiðsögumaður á Jökulsárlóni, auk þess að taka að sér markaðssetningu fyrirtækisins. Hún var komin með undirritaðan ráðningarsamning og beðið var eftir úrvinnslu á atvinnuleyfi hennar. Yfirmaður Heather, Ingvar Þórir Geirsson, svaraði samdægurs og óskaði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár