Gylfi Arnbjörnsson hefur setið á stóli formanns Alþýðusambands Íslands í áratug og það er óhætt að segja að hann hafi ekki allan þann tíma setið á friðarstóli. Vaxandi óánægja innan verkalýðshreyfingarinnar með kaup og kjör þeirra sem lægst hafa launin hefur síðustu misseri birst í harðri gagnrýni á Gylfa af hálfu sumra forystumanna aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Enginn hefur gengið harðar fram í þeim efnum en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stærsta aðildarfélags sambandsins, Verslunarmannafélags Reykjavíkur (VR). Hefur sú gagnrýni verið svo hörð að Gylfi segist upplifa framgöngu Ragnars sem persónulegt níð í sinn garð, þar sé það ekki málefnalegur ágreiningur sem ráði för. Andstaðan við Gylfa virðist nú orðin slík að hann safnar glóðum elds að höfði sér og forystufólk nokkurra aðildarfélaga Alþýðusambandsins talar í lítt duldum hótunum um að honum verði komið frá á sambandsþingi í haust.
Gylfi segist vel skilja að launafólk sé ósátt við það sem það hefur borið …
Athugasemdir