Nú bíða 954 eftir félagslegu húsnæði hjá Félagsbústöðum Reykjavíkur, þar af eru 259 barnafjölskyldur, aðallega einstæðar mæður, með 418 börn. Helmingur hefur beðið skemur en í tvö ár en fimmtungur hefur beðið lengur en fimm ár.
Aðrir berjast um á hæl og hnakka á frjálsum húsnæðismarkaði og borga oft miklu meira en helming allra ráðstöfunartekna sinna í leigu. Þetta er staðreynd við lok kjörtímabils meirihlutans í Reykjavík og helstu málsbæturnar eru þær að ástandið er síst betra annars staðar.
Þrátt fyrir hástemmda umræðu fyrir síðustu kosningar um úrbætur í húsnæðismálum virðist því of lítið gert til að leysa bráðavanda þessa fólks. Enginn er á þessum biðlista nema hann hafi mjög lágar tekjur. Þarna er því fátækasta fólkið í Reykjavík að leita að húsnæði í umhverfi þar sem leiga hefur nánast tvöfaldast frá því eftir hrun. 229 þeirra sem eru á frjálsum markaði og bíða fá þó sértækar húsnæðisbætur hjá borginni …
Athugasemdir