Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjögur hundruð börn bíða eftir húsnæði hjá borginni

Mörg hundruð börn í Reykja­vík bíða eft­ir því að for­eldr­arn­ir fái út­hlut­að fé­lags­legu hús­næði hjá borg­inni. Þetta er þó að­eins topp­ur­inn á ís­jak­an­um því ein­ung­is verst setta fólk­ið get­ur skráð sig á bið­list­ann, sem er lengri en í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins þrátt fyr­ir gef­in lof­orð.

Fjögur hundruð börn bíða eftir húsnæði hjá borginni
Lifði við heilsuspillandi aðstæður Valdís Stefánsdóttir er með öndunarfærasjúkdóm, en þurfti að búa í mikilli svifryksmengun við Miklubraut vegna svifaseins og ósveigjanlegs félagslegs húsnæðiskerfis. Mynd: Heiða Helgadóttir

Nú bíða 954 eftir félagslegu húsnæði hjá Félagsbústöðum Reykjavíkur, þar af eru 259 barnafjölskyldur, aðallega einstæðar mæður, með 418 börn. Helmingur hefur beðið skemur en í tvö ár en fimmtungur hefur beðið lengur en fimm ár.

Aðrir berjast um á hæl og hnakka á frjálsum húsnæðismarkaði og borga oft miklu meira en helming allra ráðstöfunartekna sinna í leigu. Þetta er staðreynd við lok kjörtímabils meirihlutans í Reykjavík og helstu málsbæturnar eru þær að ástandið er síst betra annars staðar. 

Þrátt fyrir hástemmda umræðu fyrir síðustu kosningar um úrbætur í húsnæðismálum virðist því of lítið gert til að leysa bráðavanda þessa fólks. Enginn er á þessum biðlista nema hann hafi mjög lágar tekjur. Þarna er því fátækasta fólkið í Reykjavík að leita að húsnæði í umhverfi þar sem leiga hefur nánast tvöfaldast frá því eftir hrun. 229 þeirra sem eru á frjálsum markaði og bíða fá þó sértækar húsnæðisbætur hjá borginni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár