Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Það sem ég hef lært af því að eiga fatlaðar dætur

Bryn­dís Snæ­björns­dótt­ir á þrjú börn. Dæt­ur henn­ar, sem eru 21 og 23 ára, eru með tauga­hrörn­un­ar­sjúk­dóm­inn RTD - Ri­bofla­vin tran­sport­er deficiency. Þeg­ar þær fædd­ust var ekk­ert sem benti til ann­ars en að þær væru heil­brigð­ar. Þær fóru hins veg­ar að missa heyrn­ina um fimm ára gaml­ar, síð­an fóru þær að missa sjón­ina og þá jafn­vægi og hreyfi­færni. Þær eru báð­ar í hjóla­stól og þurfa að­stoð all­an sól­ar­hring­inn við flest í dag­legu lífi.

1. Að það var engu lofað. Maður fær engin ábyrgðarskírteini í lífinu en það fæðast alls konar börn og við eigum að sjálfsögðu að taka þeim eins og þau eru. Ég er ekki viss um að ég hefði hugsað svona áður en ég eignaðist dætur mínar eða áður en þessi sjúkdómur fór að láta á sér kræla en ég verð sífellt sannfærðari um að við eigum að mæta börnunum okkar og öllum börnum eins og þau eru, styðja við þau og sýna þeim ástúð, ala þau upp og efla þau til þroska og hugsa um þau, reyna að stuðla að lífsgleði þeirra, hamingju og lífsgæðum, algjörlega óháð því hvort þau eru fötluð eða með sjúkdóm eða ekki. Þetta er í grunninn leiðarljósið sem ég hef í lífinu. Það var engu lofað og maður á ekki að taka neinu sem gefnu. Maður á að taka því sem að höndum ber og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár