Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Það sem ég hef lært af því að eiga fatlaðar dætur

Bryn­dís Snæ­björns­dótt­ir á þrjú börn. Dæt­ur henn­ar, sem eru 21 og 23 ára, eru með tauga­hrörn­un­ar­sjúk­dóm­inn RTD - Ri­bofla­vin tran­sport­er deficiency. Þeg­ar þær fædd­ust var ekk­ert sem benti til ann­ars en að þær væru heil­brigð­ar. Þær fóru hins veg­ar að missa heyrn­ina um fimm ára gaml­ar, síð­an fóru þær að missa sjón­ina og þá jafn­vægi og hreyfi­færni. Þær eru báð­ar í hjóla­stól og þurfa að­stoð all­an sól­ar­hring­inn við flest í dag­legu lífi.

1. Að það var engu lofað. Maður fær engin ábyrgðarskírteini í lífinu en það fæðast alls konar börn og við eigum að sjálfsögðu að taka þeim eins og þau eru. Ég er ekki viss um að ég hefði hugsað svona áður en ég eignaðist dætur mínar eða áður en þessi sjúkdómur fór að láta á sér kræla en ég verð sífellt sannfærðari um að við eigum að mæta börnunum okkar og öllum börnum eins og þau eru, styðja við þau og sýna þeim ástúð, ala þau upp og efla þau til þroska og hugsa um þau, reyna að stuðla að lífsgleði þeirra, hamingju og lífsgæðum, algjörlega óháð því hvort þau eru fötluð eða með sjúkdóm eða ekki. Þetta er í grunninn leiðarljósið sem ég hef í lífinu. Það var engu lofað og maður á ekki að taka neinu sem gefnu. Maður á að taka því sem að höndum ber og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár