Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Kann illa að meta hluti sem eru ekki raunverulegir“

Þrátt fyr­ir að hafa alltaf vit­að að hún vildi gera kvik­mynd­ir þorði Ísold Ugga­dótt­ir ekki í fyrstu at­rennu að skrá sig í leik­stjórn­ar­nám. Hún þurfti fyrst að sanna fyr­ir sjálfri sér að hún ætti er­indi í þetta fag. Á dög­un­um var hún val­in besti leik­stjór­inn í flokki al­þjóð­legra kvik­mynda á kvik­mynda­há­tíð­inni Sund­ance en kvik­mynd henn­ar, And­ið eðli­lega, hef­ur hlot­ið mik­ið lof er­lendra gagn­rýn­enda. Hér ræð­ir hún um list­ina, rétt­lætis­kennd­ina sem dríf­ur hana áfram og hvernig það er að vera kona í fagi þar sem karl­ar hafa hing­að til ver­ið við völd.

„Ef ég sé eitthvað sem truflar mig þá fæ ég löngun til þess að segja frá því,“ segir Ísold Uggadóttir leikstjóri, en hún var á dögunum valin besti alþjóðlegi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni Sundance, fyrir kvikmynd sína Andið eðlilega. Hún segist á margan hátt drifin áfram af ákveðinni réttlætiskennd. „Til að mynda varð ég vitni að hruninu á Íslandi úr fjarska og skynjaði þá svo óstjórnlega mikið óréttlæti. Í kjölfar þess fannst mér ég þurfa að gera mynd sem tæki á þessu óréttlæti að einhverju leyti, sem fjallaði þó að sama skapi um reiði og stolt konu sem kysi að fela fyrir umhverfi sínu hversu djúpstæð áhrif hrunið hefði á hana. Þetta er líklega einhver þörf mín til þess að tjá mig um samfélag okkar og samferðafólk.“

Andið eðlilega segir frá tengslum tveggja kvenna, ungrar íslenskrar móður sem sinnir vegabréfaeftirliti á Keflavíkurflugvelli, leikinni af Kristínu Þóru Haraldsdóttur, og flóttakonu frá Gíneu-Bissá, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár