„Ef ég sé eitthvað sem truflar mig þá fæ ég löngun til þess að segja frá því,“ segir Ísold Uggadóttir leikstjóri, en hún var á dögunum valin besti alþjóðlegi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni Sundance, fyrir kvikmynd sína Andið eðlilega. Hún segist á margan hátt drifin áfram af ákveðinni réttlætiskennd. „Til að mynda varð ég vitni að hruninu á Íslandi úr fjarska og skynjaði þá svo óstjórnlega mikið óréttlæti. Í kjölfar þess fannst mér ég þurfa að gera mynd sem tæki á þessu óréttlæti að einhverju leyti, sem fjallaði þó að sama skapi um reiði og stolt konu sem kysi að fela fyrir umhverfi sínu hversu djúpstæð áhrif hrunið hefði á hana. Þetta er líklega einhver þörf mín til þess að tjá mig um samfélag okkar og samferðafólk.“
Andið eðlilega segir frá tengslum tveggja kvenna, ungrar íslenskrar móður sem sinnir vegabréfaeftirliti á Keflavíkurflugvelli, leikinni af Kristínu Þóru Haraldsdóttur, og flóttakonu frá Gíneu-Bissá, …
Athugasemdir