Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ástin beygði valdið

Am­ir Shokrgoz­ar og Jó­hann Em­il Stef­áns­son gengu í hjóna­band á Ítal­íu í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um og í des­em­ber fékk Am­ir loks­ins að snúa aft­ur heim til Ís­lands, rúm­um tíu mán­uð­um eft­ir að hon­um var vís­að úr landi með lög­reglu­fylgd. Þeir líta björt­um aug­um á fram­tíð­ina og eru þakk­lát­ir öll­um þeim sem hafa veitt þeim hjálp­ar­hönd.

Síðdegis 1. febrúar á síðasta ári gengu Amir og Jóhann saman út af geðdeild Landspítalans, þangað sem Amir hafði tveimur dögum áður leitað eftir að hafa fengið taugaáfall af kvíða yfir yfirvofandi brottvísun til Ítalíu. Hann hafði misst alla von þegar íslensk stjórnvöld neituðu að taka mál hans til efnismeðferðar hér á landi og hugðust senda hann aftur til landsins þar sem hann hafði verið beittur alvarlegu kynferðislegu ofbeldi þegar hann dvaldi þar sem flóttamaður. Það var því niðurbrotinn maður sem gekk út af geðdeild þennan febrúardag og beint í flasið á lögreglumönnum sem handtóku hann fyrir utan spítalann og færðu í fangaklefa. 

Þrátt fyrir að hafa sótt hann bugaðan og í andlegu ójafnvægi fyrir utan geðdeild, og þrátt fyrir að hafa metið hann í svo mikilli sjálfsvígshættu að hann var klæddur úr öllum fötum í fangelsinu svo hann gæti ekki skaðað sig með þeim, var Amir fluttur í handjárnum …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár