Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Útgjöld hægristjórnar og útgjöld miðjustjórnar: Svona er breytingin frá frumvarpi Benedikts

Fjár­fram­lög til nær allra mál­efna­sviða verða hærri sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar held­ur en gert var ráð fyr­ir í frum­varpi Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar.

Heildargjöld ríkissjóðs árið 2018 verða um 16 milljörðum meiri samkvæmt fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar heldur en gert var ráð fyrir í frumvarpi Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármálaráðherra. Tekjuafgangur ríkissjóðs nemur 35 milljörðum í stað 44 milljarða eins og áður var stefnt að. 

Mesta aukning útgjalda er til heilbrigðismála, en þar af verða framlög til sjúkrahúsþjónustu um 3 milljörðum hærri en áður stóð til. Fjárframlög vegna málefna öryrkja og aldraðra verða samtals um 3 milljörðum hærri og framlög vegna samgöngu- og fjarskiptamála um 1,7 milljörðum hærri. 

Ekki er að finna yfirlit yfir muninn á frumvarpi Benedikts Jóhannessonar og frumvarpi Bjarna Benediktssonar í greinargerð frumvarpsins. Þar er einkum gerður samanburður við fjárlög ársins 2017.

Hér að neðan má hins vegar sjá töflu sem unnin er upp úr frumvörpunum og sýnir muninn á útgjöldum ólíkra málefnasviða hins opinbera. 

Gert er ráð fyrir aukningu til flestra málaflokka, en á meðal málaflokka þar sem útgjaldaáform fyrri ríkisstjórnar standa óbreytt eru húsnæðisstuðningur, vinnumarkaðsmál og málefni dómstóla.

Sjá einnig:

Tekjur af grænum sköttum 4,5 milljörðum lægri en fyrri ríkisstjórn stefndi að

Bókaskattur ekki afnuminn strax þrátt fyrir „þverpólitíska sátt“

Varað við glannaskap í ríkisfjármálum

Veikja tekjustofna á þenslutímum: Boða hátt í 30 milljarða skattalækkanir

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár