Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Laus við óttann

Helena Rut Ólafs­dótt­ir lifði af gróft lík­am­legt of­beldi föð­ur síns til margra ára. Mál­ið vakti mik­inn óhug á sín­um tíma en aldrei hafði fall­ið þyngri dóm­ur í barna­vernd­ar­máli á Ís­landi. Helena neit­ar að leyfa of­beld­inu að skil­greina sig og ætl­ar sér stóra hluti í líf­inu. Hún gagn­rýn­ir væga dóma fyr­ir of­beldi gegn börn­um og ætl­ar að verða lög­reglu­kona.

Níu ára gömul var Helena Rut Ólafsdóttir fyrirvaralaust sótt í skólann og sagt að hún mætti ekki fara ein heim. Konan, sem hafði um nokkurt skeið veitt Helenu og eldri systkinum hennar tveimur félagslegan stuðning eftir skóla, reyndi sitt besta að sannfæra barnið um að allt yrði í lagi, en Helena gerði sér ekki almennilega grein fyrir því sem var að gerast fyrr en bíllinn staðnæmdist fyrir utan heimili hennar í Mosfellsbæ. Veðrið var þungbúið þennan mánudag í miðjum febrúarmánuði og regnið féll á bílrúðuna. Flest börn yrðu hrædd við að sjá einkennisklædda lögreglumenn standa fyrir utan æskuheimili sitt, en ekki Helena. Hún vissi að nú þyrfti hún ekki lengur að lifa í ótta – lögreglan var komin til þess að bjarga henni. 

Bróðir hennar og systir voru einnig fyrir utan heimilið, ásamt starfsmanni barnaverndar og eiginkonu afa hennar sem var þar ásamt dóttur sinni. Faðir Helenu var farinn. Hann …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár