Níu ára gömul var Helena Rut Ólafsdóttir fyrirvaralaust sótt í skólann og sagt að hún mætti ekki fara ein heim. Konan, sem hafði um nokkurt skeið veitt Helenu og eldri systkinum hennar tveimur félagslegan stuðning eftir skóla, reyndi sitt besta að sannfæra barnið um að allt yrði í lagi, en Helena gerði sér ekki almennilega grein fyrir því sem var að gerast fyrr en bíllinn staðnæmdist fyrir utan heimili hennar í Mosfellsbæ. Veðrið var þungbúið þennan mánudag í miðjum febrúarmánuði og regnið féll á bílrúðuna. Flest börn yrðu hrædd við að sjá einkennisklædda lögreglumenn standa fyrir utan æskuheimili sitt, en ekki Helena. Hún vissi að nú þyrfti hún ekki lengur að lifa í ótta – lögreglan var komin til þess að bjarga henni.
Bróðir hennar og systir voru einnig fyrir utan heimilið, ásamt starfsmanni barnaverndar og eiginkonu afa hennar sem var þar ásamt dóttur sinni. Faðir Helenu var farinn. Hann …
Athugasemdir