Tvær þingkosningar í röð hafa flokkar sem hafa mælst stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í skoðanakönnunum verið teknir fyrir í áróðursherferðum með myndböndum og myndum sem dreift er á samfélagsmiðlum. Myndbönd frá einum nafnlausum hópi, með leynda fjármögnun, hafa fengið vel á aðra milljón spilana og hefur hver Íslendingur að meðaltali séð þau fimm til sex sinnum. Og áróðurinn virðist hafa haft áhrif á niðurstöðu alþingiskosninganna.
Inngrip nafnlausra aðila með leynilegu fjármagni í íslensku alþingiskosningarnar virðist hlutfallslega mun umfangsmeira en inngrip rússneskra yfirvalda í bandarísku forsetakosningarnar, sem rannsakað er af Bandarísku alríkislögreglunni og hefur verið tekið fyrir í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings.
Að meðaltali hefur hver Íslendingur séð tvö áróðursmyndbönd frá nafnlausa auglýsandanum Kosningar 2017 með leynilegri fjármögnun á myndbandavefnum YouTube. Það segir aðeins brot af sögunni, því að meðaltali hefur áróðursmyndband verið spilað fjórum til fimm sinnum á hvern Íslending af sömu aðilum á Facebook, eða vel yfir milljón sinnum. Þannig má …
Athugasemdir