Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Inngrip í íslensku alþingiskosningarnar

Flest bend­ir til þess að ís­lensk­ir kjós­end­ur hafi séð nei­kvæð­ar aug­lýs­ing­ar gegn and­stæð­ing­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins mörg­um millj­ón sinn­um. Formað­ur flokks­ins hef­ur ekki for­dæmt nafn­laus­ar aug­lýs­ing­ar.

Tvær þingkosningar í röð hafa flokkar sem hafa mælst stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í skoðanakönnunum verið teknir fyrir í áróðursherferðum með myndböndum og myndum sem dreift er á samfélagsmiðlum. Myndbönd frá einum nafnlausum hópi, með leynda fjármögnun, hafa fengið vel á aðra milljón spilana og hefur hver Íslendingur að meðaltali séð þau fimm til sex sinnum. Og áróðurinn virðist hafa haft áhrif á niðurstöðu alþingiskosninganna.

Inngrip nafnlausra aðila með leynilegu fjármagni í íslensku alþingiskosningarnar virðist hlutfallslega mun umfangsmeira en inngrip rússneskra yfirvalda í bandarísku forsetakosningarnar, sem rannsakað er af Bandarísku alríkislögreglunni og hefur verið tekið fyrir í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. 

Að meðaltali hefur hver Íslendingur séð tvö áróðursmyndbönd frá nafnlausa auglýsandanum Kosningar 2017 með leynilegri fjármögnun á myndbandavefnum YouTube. Það segir aðeins brot af sögunni, því að meðaltali hefur áróðursmyndband verið spilað fjórum til fimm sinnum á hvern Íslending af sömu aðilum á Facebook, eða vel yfir milljón sinnum. Þannig má …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár