Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Á engar minningar af lífinu fyrir ofbeldið

Sig­ríð­ur Ing­unn Helga­dótt­ir var að­eins barn að aldrei þeg­ar hún var beitt kyn­ferð­isof­beldi og var síð­an sagt að gleyma því sem gerð­ist. Of­beld­ið mót­aði allt henn­ar líf og hafði áhrif á sam­skipti henn­ar við ann­að fólk, heilsu og jafn­vel upp­eldi barn­anna. Hún fann fyr­ir létti þeg­ar hún sagði loks­ins frá og seg­ir aldrei of seint að byrja að vinna úr áföll­um.

„Af þeim örfáu gerendum er fá dóm er sumum veitt uppreist æru, en á meðan fá þolendur að þjást árum og jafnvel áratugum saman, oft án viðeigandi aðstoðar við að vinna úr áfallinu,“ segir Sigríður Ingunn Helgadóttir, en hún var beitt kynferðislegu ofbeldi af fjölskylduvini þegar hún var mjög ung að árum. Hún var komin á fimmtugsaldur þegar hún fór að vinna úr áfallinu sem hún hafði orðið fyrir í barnæsku, en líf hennar og líðan hefur alla tíð verið litað af ofbeldinu. 

„Ég geri mér ekki grein fyrir því nákvæmlega hversu gömul ég var, en ég var allavega það ung að ég vissi ekki hvað væri að gerast,“ byrjar Sigríður. „Ég á minningu þar sem ég sit úti í sandkassa að velta fyrir mér orði sem ég heyrði í útvarpinu og var að velta fyrir mér hvort þetta væri það sem þessi maður væri að gera mér. Eitthvað í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár