„Af þeim örfáu gerendum er fá dóm er sumum veitt uppreist æru, en á meðan fá þolendur að þjást árum og jafnvel áratugum saman, oft án viðeigandi aðstoðar við að vinna úr áfallinu,“ segir Sigríður Ingunn Helgadóttir, en hún var beitt kynferðislegu ofbeldi af fjölskylduvini þegar hún var mjög ung að árum. Hún var komin á fimmtugsaldur þegar hún fór að vinna úr áfallinu sem hún hafði orðið fyrir í barnæsku, en líf hennar og líðan hefur alla tíð verið litað af ofbeldinu.
„Ég geri mér ekki grein fyrir því nákvæmlega hversu gömul ég var, en ég var allavega það ung að ég vissi ekki hvað væri að gerast,“ byrjar Sigríður. „Ég á minningu þar sem ég sit úti í sandkassa að velta fyrir mér orði sem ég heyrði í útvarpinu og var að velta fyrir mér hvort þetta væri það sem þessi maður væri að gera mér. Eitthvað í …
Athugasemdir