„Ég er ekki í beinni hættu þar sem sem ég bý í lokaðri götu sem er gætt af öryggisvörðum allan sólarhringinn. Á nóttunni passar öryggisvörður á mótorhjóli húsin. Ég lifi að hluta til sem fangi í eigin húsi; ég fer bara út ef ég verð að gera það: Til að kaupa mat, fara til læknis og slíkt. Ég hef það ennþá tiltölulega gott miðað við fátækara fólk sem margt hvert er að deyja úr hungri,“ segir Blanca Lamus Pirela, 63 ára gömul kona, sem býr í borginni Maracaibo í vesturhluta Venesúela þegar hún ræðir um ástandið í Venesúela sem rambar á barmi borgarastyrjaldar.
Blóðug mótmæli hafa geisað í Venesúela um meira en þriggja ára skeið þar sem andstæðingum og gagnrýnendum forsetans, Niclás Maduro, hefur lent saman við lögreglu, hermenn og stuðningsmenn Maduros. Maduro er eftirmaður Hugo Chavez sem var forseti Venesúela í fjórtán ár, frá 1999 til 2013, þegar hann …
Athugasemdir