Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Lífið gengur út á að reyna að lifa af“

Átök­in á milli rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Venesúela og and­stæð­inga henn­ar hafa ver­ið frétta­efni í meira en þrjú ár. Ástand­ið í land­inu er væg­ast sagt slæmt og býr meiri­hluta lands­manna við hung­ur­mörk. Ingi F. Vil­hjálms­son, blaða­mað­ur Stund­ar­inn­ar, bjó í Venesúela sem skipt­inemi á ár­un­um 1998 og 1999 þeg­ar Hugo Chavez tók við völd­um í land­inu. Hann ræð­ir hér við með­limi fjöl­skyld­unn­ar sem hann bjó hjá í Venesúela, „mömmu“ sína Blöncu og „bróð­ur“ sinn Roy.

„Ég er ekki í beinni hættu þar sem sem ég bý í lokaðri götu sem er gætt af öryggisvörðum allan sólarhringinn. Á nóttunni passar öryggisvörður á mótorhjóli húsin. Ég lifi að hluta til sem fangi í eigin húsi; ég fer bara út ef ég verð að gera það: Til að kaupa mat, fara til læknis og slíkt. Ég hef það ennþá tiltölulega gott miðað við fátækara fólk sem margt hvert er að deyja úr hungri,“ segir Blanca Lamus Pirela, 63 ára gömul kona, sem býr í borginni Maracaibo í vesturhluta Venesúela þegar hún ræðir um ástandið í Venesúela sem rambar á barmi borgarastyrjaldar. 

Blóðug mótmæli hafa geisað í Venesúela um meira en þriggja ára skeið þar sem andstæðingum og gagnrýnendum forsetans, Niclás Maduro, hefur lent saman við lögreglu, hermenn og stuðningsmenn Maduros. Maduro er eftirmaður Hugo Chavez sem var forseti Venesúela í fjórtán ár, frá 1999 til 2013, þegar hann …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífið í Venesúela

„Ég er fórnarlamb pólitískra ofsókna“
Viðtal

„Ég er fórn­ar­lamb póli­tískra of­sókna“

Yuri Kar­ina Bouqu­ette De Al­vara­do frá Venesúela er um­sækj­andi um póli­tíska vernd á Ís­landi. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar hafa feng­ið synj­un við um­sókn sinni. Hún lýs­ir því hvernig Venesúela er orð­ið að al­ræð­is­ríki og að hún hafi fund­ið það á eig­in skinni eft­ir að hafa ver­ið starf­andi í stjórn­ar­and­stöðu­flokkn­um Pri­mero Justicia þar sem hún fékk borg­ar­stjóra í land­inu upp á móti sér.
„Ég er sagður vera klikkaður fyrir að halda í vonina að fá að búa á Íslandi“
Viðtal

„Ég er sagð­ur vera klikk­að­ur fyr­ir að halda í von­ina að fá að búa á Ís­landi“

25 ára gam­all flótta­mað­ur frá Venesúela, José Daniel, seg­ir að bú­set­an þar í landi hafi ver­ið erf­ið vegna mat­ar­skorts og glæpa. Hann hef­ur hjálp­að kon­unni sinni að flýja til Banda­ríkj­anna frá Venesúela með því að tína dós­ir og flösk­ur í Reykja­vík. Dótt­ir þeirra varð eft­ir hjá tengda­for­eldr­um hans í Venesúela.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár