Ég var ekki fyrsti Íslendingurinn til að uppgötva Kasakakonur. Árni Bergmann kynntist Lenu sinni í Moskvu fyrir eitthvað um 60 árum. Hún var vissulega rússnesk, en hafði alist að hluta upp í grennd við Almaty þaðan sem hún hafði flúið undan stríðinu. „Frá Kasakstan til Keflavíkur“ var fyrirsögn sem síðar var notuð í blöðunum um þau hjón.
Né var þetta í fyrsta sinn sem ég kynntist konu frá Kasakstan. Sem blaðamaður á Berliner Zeitung hitti ég þýskukennara sem starfaði á annarri hæð sömu byggingar og við áttum það til að kyssast í lyftunni. Hún var Volguþjóðverji og hét Olga. Olga frá Volga. Katrín mikla, sem sjálf var þýsk, fékk þýska bændur til að setjast að við Volgufljót á 18. öld til að kenna heimamönnum handtökin. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Rússland árið 1941 lét Stalín síðan flytja um hálfa milljón þeirra í örugga fjarlægð til Kasakstan. Þar unnu sig margir …
Athugasemdir