Nursultan Nazarbayev er enginn mikilmennskubrjálæðingur, að minnsta kosti ekki á mið-asískan mælikvarða. Ólíkt nágranna sínum Turkmenbasa heitnum hefur hann ekki endurnefnt mánuðina eftir helstu atburðum lífs síns. Eigi að síður hefur forseti Kasakstan sett mark sitt á land sitt svo um munar. Og helsta sköpunarverk hans er höfuðborgin Astana.
Nafnið merkir einfaldlega höfuðborg, og hófst bygging hennar fyrir 20 árum. Nú búa þar hátt í milljón manns. Eins og manngerður skógur þar sem eru engin blóm er borgin hálf ónáttúruleg að sjá. Háhýsi prýða miðbæinn en ef maður tekur vitlausa beygju er maður staddur á mannauðri steppunni. Hér eru engin úthverfi eða smábæir í kring. Miðpunkturinn er 97 metra hár turn (til að tákna fæðingarárið) og ef maður fer upp í hann getur maður lagt hönd sína á gulllagðan lófa forsetans og himnesk tónlist ómar. Aðrar byggingar bera nöfn á borð við Norðurljósin, Titanic (kaldhæðnislaust) og Kveikjarann (sem reyndar brann …
Athugasemdir