Að fara til Kasakstan er eins og að fara út af kortinu. Svo lítið vitum við um þetta land að þegar Sacha Baron-Cohen bjó til fígúruna Borat var hann látinn koma þaðan, í þeirri fullvissu að enginn vissi neitt um landið. Og samt þekur Kasakstan fremur stóran hluta af landakortinu, er níunda stærsta land í heimi, eða á stærð við Vestur-Evrópu alla, þó aðeins með um einn tíunda af íbúafjöldanum.
Það er ástæða fyrir því að við vitum svo lítið um land þetta. Á tímum Sovétríkjanna var kazakíska ráðstjórnarríkið lokað fyrir útlendingum. Það var hér sem menn framkvæmdu kjarnorkusprengjutilraunir sínar og verstu gúlögin voru geymd í stjórnartíð Stalín. Trotskí var hrakinn hingað í útlegð og Solzhenítsyn líka. En þetta var líka staðurinn þaðan sem fyrsta manninum var skotið út í geiminn árið 1961. Og þarna er enn í dag geimferðastöð Rússlands, sem túristar mega nú heimsækja þegar skot eiga sér …
Athugasemdir