Faðir hennar er dæmdur maður. Dæmdur vegna glæps sem hann framdi, glæps sem var til umfjöllunar í öllum fjölmiðlum. Hann hefur setið af sér dóminn en býr enn við dóma samfélagsins. Af ótta við að vekja reiðiöldu gegn honum og vegna þess hve djúpt skömmin býr í fjölskyldunni heldur hún nafni sínu leyndu. Við köllum hana Emmu. Ekki misskilja, hún skammast sín ekki. Hún gerði ekkert af sér og ber ekki skömm sem er ekki hennar. Hún veit það í dag, en hún hefði líka þurft að vita það þegar hún var barn, þegar hún ólst upp við skömmina og lærði að ljúga til að vernda fjölskylduna. Þegar hún byrgði allt inni, stöðugt í vörn, hjálparlaus og hrædd, dæmd fyrir að vera dóttir föður síns, alltaf að reyna að sanna sig. Eins og öll börn elskar hún föður sinn og móður, sama hvað. Og hún þurfti á þeim að halda, …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.
„Mér leið eins og pabbi minn hefði dáið nema hvað ég sat uppi með skömmina“
Emma var tíu ára gömul þegar bankað var upp á og henni tilkynnt að faðir hennar hefði verið handtekinn. Næstu árin sat hann í fangelsi en eftir sat hún, uppfull af skömm og sektarkennd sem var ekki hennar. Á meðan hún glímdi við umtal og dóma samfélagsins, þar sem fólk hringdi heim til hennar til að níðast á fjölskyldunni og kennari í menntaskóla kallaði hana aðeins föðurnafninu, reyndi hún allt til að sanna að hún væri góð manneskja.
Athugasemdir