Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Safna fyrir ungri móður sem lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut

Vin­ir og vanda­menn Krist­ín­ar Geirs­dótt­ur, sem slas­að­ist al­var­lega í bíl­slysi á Reykja­nes­braut­inni í októ­ber, standa nú fyr­ir söfn­un handa fjöl­skyld­unni. Krist­ín var í fæð­ing­ar­or­lofi þeg­ar slys­ið varð, en hún og mað­ur­inn henn­ar, Sveinn Ingi Bjarna­son eiga þriggja mán­aða gaml­an son.

Safna fyrir ungri móður sem lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut

Söfnun er hafin fyrir Kristínu Geirsdóttur, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Reykjanesbrautinni þann 17. október síðastliðinn. Kristín var í fæðingarorlofi þegar slysið varð en hún og maðurinn hennar, Sveinn Ingi Bjarnason, eiga þriggja mánaða gamlan son, Leonard Aaron. 

Fjölskyldan
Fjölskyldan Kristín og Sveinn Ingi ásamt Leonard Aaroni.

„Hún meiddist mjög alvarlega og lá á gjörgæslu í fimm daga. Kristín beinbrotnaði víðsvegar um líkamann, fékk mar á lungu og skurði í andlit. Hún fór í stórar aðgerðir og þarf nú aðstoð við flestallar athafnir daglegs lífs. Ljóst er að margra mánaða endurhæfing er framundan,“ segir í færslu sem Erla Dögg Kristjánsdóttir, vinkona Kristínar, deilir á Facebook. 

„Álagið er mikið á litlu fjölskyldunni um þessar mundir, jafnt andlegt sem fjárhagslegt. Til að mæta tekjutapi og óvæntum útgjöldum sem framundan eru hjá Kristínu og fjölskyldu hennar höfum við vinir hennar ákveðið að hefja söfnun til að auðvelda þeim lífið á þessum erfiðu tímum. Þeir sem vilja styðja við bakið á þeim geta lagt inn á reikning Kristínar: 0544-26-006584 kt. 031084-2299,“ skrifar Erla Dögg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár