Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss að Frakkland kysi „virðingu fram yfir yfirgangsseggi“ og hafnaði „óásættanlegum“ tollum, í kjölfar hótunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að leggja refsitolla á lönd sem eru andvíg áætlunum hans um að leggja Grænland undir sig.
„Frakkland og Evrópa eru bundin þjóðlegu fullveldi og sjálfstæði, Sameinuðu þjóðunum og sáttmála þeirra,“ sagði hann.
Donald Trump Bandaríkjaforseti leitast nú við að taka yfir Grænland og hefur boðið þjóðarleiðtogum um allan heim í nýtt alþjóðlegt „friðarráð“, meðal annars Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Samkvæmt forsendum friðarráðsins yrði Trump sjálfur leiðtogi þess um óákveðinn tíma og er hugmyndin metin sem valkostur Trumps við Sameinuðu þjóðunum.
„Við munum gera okkar besta til að hafa sterkari Evrópu, mun sterkari og sjálfstæðari,“ sagði hann, með flugmannssólgleraugu eftir að hafa komið fram opinberlega með blóðhlaupið auga í síðustu viku.
„Hér í skjálftamiðju þessarar heimsálfu trúum við því að við þurfum meiri vöxt, við þurfum meiri stöðugleika í þessum heimi,“ bætti hann við.
„En við kjósum virðingu fram yfir yfirgangsseggi,“ sagði Frakklandsforseti. „Og við kjósum réttarríki fram yfir grimmd.“
Franski forsetinn varaði við „þróun í átt að heimi án reglna“, heimi „án skilvirkrar sameiginlegrar stjórnsýslu“, sem leiði til „vægðarlausrar samkeppni“.
Macron lýsti „samkeppni frá Bandaríkjunum með viðskiptasamningum sem grafa undan útflutningshagsmunum okkar, krefjast hámarksívilnana og miða opinskátt að því að veikja og undiroka Evrópu“.
Þeir væru „ásamt endalausri uppsöfnun nýrra tolla sem eru í grundvallaratriðum óásættanlegir – jafnvel enn frekar þegar þeir eru notaðir sem vogarafl gegn fullveldi,“ sagði hann.
Í síðustu viku hafði Macron birst á sviði með blóðhlaupið auga í nýársávarpi til hersins og beðið áheyrendur sína að „afsaka hið óásjálegu ásýnd auga míns“.
Sem andsvar hótaði Trump að leggja gríðarlega tolla á franskt kampavín.

















































Athugasemdir