Reykjavíkurborg segist engar upplýsingar hafa um það hvort framsal eða aðilaskipti hafi átt sér stað í tengslum við Skerjafjarðarlóðir HOOS 1 ehf., þrátt fyrir að það liggi fyrir í upplýsingum hjá skattinum að félagið hefur skipt alfarið um eigendur.
HOOS 1 var áður í eigu félags Péturs Hafliða Marteinssonar, Frambúðar, en Pétur býður sig fram sem oddvita í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Eina eign HOOS 1 eru lóðir í Skerjafirði og er virði þeirra umtalsvert í ljósi uppbyggingaráforma. Pétur segist ekki hafa neina hagsmuni af félaginu, en hann sat í stjórn þess þar til Heimildin spurðist fyrir um málið í byrjun janúar. Hann sagði sig úr stjórn fimm dögum eftir að hann neitaði öllum tengslum við félagið í fyrsta viðtali við Heimildina 2. janúar síðastliðinn.
Félag Péturs, Frambúð, hagnaðist um tæpar 200 milljónir sama ár og það seldi …














































Athugasemdir