Borgin segist ekki hafa upplýsingar um „aðilaskipti“ þrátt fyrir augljósa sölu á félagi

Borg­in seg­ist eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa um framsal eða að­ila­skipti á Skerja­fjarð­ar­lóð­um þrátt fyr­ir aug­ljós eigna­skipti. Fé­lag Pét­urs hagn­að­ist um 200 millj­ón­ir og greiddi arð.

Borgin segist ekki hafa upplýsingar um „aðilaskipti“ þrátt fyrir augljósa sölu á félagi
Reykjavíkurborg virðist ekki hafa neinar upplýsingar um það hvort framsal eða aðilaskipti hafi átt sér stað í félagi sem Pétur sat í stjórn í. Mynd: Aðsend/Skúli Hólm

Reykjavíkurborg segist engar upplýsingar hafa um það hvort framsal eða aðilaskipti hafi átt sér stað í tengslum við Skerjafjarðarlóðir HOOS 1 ehf., þrátt fyrir að það liggi fyrir í upplýsingum hjá skattinum að félagið hefur skipt alfarið um eigendur.

HOOS 1 var áður í eigu félags Péturs Hafliða Marteinssonar, Frambúðar, en Pétur býður sig fram sem oddvita í prófkjöri Samfylkingarinnar.

Eina eign HOOS 1 eru lóðir í Skerjafirði og er virði þeirra umtalsvert í ljósi uppbyggingaráforma. Pétur segist ekki hafa neina hagsmuni af félaginu, en hann sat í stjórn þess þar til Heimildin spurðist fyrir um málið í byrjun janúar. Hann sagði sig úr stjórn fimm dögum eftir að hann neitaði öllum tengslum við félagið í fyrsta viðtali við Heimildina 2. janúar síðastliðinn.

Félag Péturs, Frambúð, hagnaðist um tæpar 200 milljónir sama ár og það seldi …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu