Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, segir innflutta stéttaskiptingu í íslensku samfélagi ekki góða þróun og það þurfi að bæta úr þeim vanda. Hún segir Flokk fólksins öðruvísi stjórnmálaflokk en almenningur er vanur og veltir fyrir sér hvort uppákomur honum tengdum einkennist af klaufaskap. Þó sé slíkt stjórnmálaafl jákvætt, þar sé talað tæpitungulaust og flokkurinn verji hóp sem hafi veika rödd í samfélaginu. Þá segir Kristrún að það sé ekki óeðlilegt að kalla eftir endurnýjun innan borgarstjórnarflokksins en þrálátur orðrómur hefur verið um að forsætisráðherrann vinni leynt og ljóst að því að endurnýja borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar.
Heimildin settist niður með forsætisráðherranum og byrjaði á því að spyrja um mál málanna, öryggi Íslands í tengslum við handtöku bandarískra yfirvalda á einræðisherranum Nicolás Maduro. Þar voru alþjóðalög brotin og í kjölfarið var því hótað að Grænland væri næst í röðinni, ógn sem beinist ekki síst að hagsmunum Íslendinga. Spurt er, getum …



























Athugasemdir (2)