Klukkutími með Kristrúnu: Atvinnulífið flutti inn stéttaskiptingu

Kristrún Frosta­dótt­ir seg­ir inn­flutta stétta­skipt­ingu hafa skap­að vanda á Ís­landi. Þá seg­ir hún fram­göngu Flokks fólks­ins hafa ver­ið klaufa­lega á köfl­um, en flokk­ur­inn hafi stað­ið sig vel í sín­um ráðu­neyt­um.

<span>Klukkutími með Kristrúnu:</span> Atvinnulífið flutti inn stéttaskiptingu

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, segir innflutta stéttaskiptingu í íslensku samfélagi ekki góða þróun og það þurfi að bæta úr þeim vanda. Hún segir Flokk fólksins öðruvísi stjórnmálaflokk en almenningur er vanur og veltir fyrir sér hvort uppákomur honum tengdum einkennist af klaufaskap. Þó sé slíkt stjórnmálaafl jákvætt, þar sé talað tæpitungulaust og  flokkurinn verji hóp sem hafi veika rödd í samfélaginu. Þá segir Kristrún að það sé ekki óeðlilegt að kalla eftir endurnýjun innan borgarstjórnarflokksins en þrálátur orðrómur hefur verið um að forsætisráðherrann vinni leynt og ljóst að því að endurnýja borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar. 

Heimildin settist niður með forsætisráðherranum og byrjaði á því að spyrja um mál málanna, öryggi Íslands í tengslum við handtöku bandarískra yfirvalda á einræðisherranum Nicolás Maduro. Þar voru alþjóðalög brotin og í kjölfarið var því hótað að Grænland væri næst í röðinni, ógn sem beinist ekki síst að hagsmunum Íslendinga. Spurt er, getum …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    Því miður er svarið við spurningunni 'getum við treyst Bandaríkjunum' nei. Líttu á 6. janúar 2021: Ræningjarnir sem drápu lögreglumenn í Hvíta húsinu hafa nú verið náðaðir og voru viðstaddir „friðsamlega“ mótmælagöngu 6. janúar 2026. Líttu á nýlega morðið á Renee Good í Minneapolis, og kannski enn mikilvægara, tilraun stjórnvalda til að lýsa henni sem innlendum hryðjuverkamanni frekar en mömmu sem hafði rétt skilað barni sínu í skólann og var á leið heim. Eru þetta fólkið sem þú vilt treysta? Sem bandarískur ríkisborgari sjálfur (og því vilja sumir kannski ekki heldur treysta orðum mínum) get ég sagt að landið er að vera rifið í sundur af andstæðingum og þetta eru þeir sömu og þú ert að spyrja þig hvort þú viljir treysta eða ekki. Ef svarið er ekki skýrt, gangi þér vel.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Að mörgu leyti fróðlegt viðtal. Varðandi verðbólgu og hagstjórn þá er alveg skautað fram hjá umræðu um áhrif kjarasamninga. Fram kemur þó, að hagvöxtur á mann hefur verið nánast núll síðustu ár, en ekki nefnt einu orði, að laun hafi hækkað umtalsvert, og um jafnvel 7 % á einu ári.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár