Vísindaleg óvissa, eldgos og baráttan um náttúru Íslands

Vís­inda­sam­fé­lag í upp­námi, mögu­legt eld­gos á Reykja­nesskaga, vernd­ar­svæði í hafi og deil­ur um fram­kvæmd­ir í ís­lenskri nátt­úru eru með­al þess sem nýtt ár ber í skauti sér. Heim­ild­in horfði til fram­tíð­ar og ræddi við sér­fræð­inga um um­hverf­is- og lofts­lags­mál­in.

Baráttan um náttúru Íslands, aðför að loftslagsvísindafólki og möguleg eldgos eru meðal þess sem nýtt ár kann að bjóða upp á. Heimildin tók saman þau atriði í umhverfis- og loftslagsmálum sem eru líkleg til þess að vera í deiglunni á árinu og ræddi við sérfræðinga um okkar nánu framtíð.

Óviss framtíð vísindanna

Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, segist hafa „áhyggjur af hnignun vísindakerfisins“ þegar litið er fram á veginn. Slíkt megi rekja til aðgerða Donalds Trump Bandaríkjaforseta síðan hann tók embætti að nýju fyrir ári síðan.

Trump hefur ásamt fleiri efasemdamönnum sagt loftslagsbreytingar vera blekkingu. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði talskonan Taylor Rogers að stjórn Trumps hefði „endurheimt heilbrigða skynsemi í orku- og sjálfbærnistefnu Bandaríkjanna, sparað Bandaríkjamönnum milljarða af vel áunnu skattfé þeirra og vinni hörðum höndum að því að tryggja að allir Bandaríkjamenn hafi aðgang að hreinu lofti, vatni og landi“.

Halldór ÞorgeirssonSegir hnignun vísindakerfisins áhyggjuefni.
Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvað gerist árið 2026?

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár