Baráttan um náttúru Íslands, aðför að loftslagsvísindafólki og möguleg eldgos eru meðal þess sem nýtt ár kann að bjóða upp á. Heimildin tók saman þau atriði í umhverfis- og loftslagsmálum sem eru líkleg til þess að vera í deiglunni á árinu og ræddi við sérfræðinga um okkar nánu framtíð.
Óviss framtíð vísindanna
Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, segist hafa „áhyggjur af hnignun vísindakerfisins“ þegar litið er fram á veginn. Slíkt megi rekja til aðgerða Donalds Trump Bandaríkjaforseta síðan hann tók embætti að nýju fyrir ári síðan.
Trump hefur ásamt fleiri efasemdamönnum sagt loftslagsbreytingar vera blekkingu. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði talskonan Taylor Rogers að stjórn Trumps hefði „endurheimt heilbrigða skynsemi í orku- og sjálfbærnistefnu Bandaríkjanna, sparað Bandaríkjamönnum milljarða af vel áunnu skattfé þeirra og vinni hörðum höndum að því að tryggja að allir Bandaríkjamenn hafi aðgang að hreinu lofti, vatni og landi“.





























Athugasemdir