Að minnsta kosti tveimur hefur verið sagt upp hjá Árvakri í dag, en óljóst er hvort fleirum hafi verið sagt upp. Annars vegar var Kolbrúnu Bergþórsdóttur, menningarblaðamanni og gagnrýnanda, sagt upp og svo fréttastjóra íþróttadeildar Morgunblaðsins, Víði Sigurðssyni. Bæði eru þau á sjötugsaldri.
Þetta er í annað skiptið sem uppsagnir eru hjá fyrirtækinu á síðustu tveimur mánuðum, en þremur var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu í lok október.
Heimildin greindi frá því í júlí síðastliðnum að heildarlaun og þóknanir stjórnenda Árvakurs, móðurfélags Morgunblaðsins, jukust um 37,5 milljónir á milli ára. Laun þeirra fóru úr 159,5 milljónum króna árið 2023 í 197 milljónir sem nemur aukningu upp á tæpan fjórðung. Þetta kom fram í ársreikningi Árvakurs á síðasta ári og tók til tekjuársins 2023.
Þá var tap á rekstri félagsins upp á 276,7 milljónir króna árið 2024.
















































Athugasemdir