Tveimur blaðamönnum á sjötugsaldri sagt upp hjá Morgunblaðinu

Tveim­ur blaða­mönn­um var sagt upp hjá Morg­un­blað­inu í dag. Báð­ir eru þeir á sjö­tugs­aldri. Heild­ar­laun og þókn­an­ir stjórn­enda Ár­vak­urs hækk­uðu um tugi millj­óna á síð­asta rekstr­ar­ári.

Tveimur blaðamönnum á sjötugsaldri sagt upp hjá Morgunblaðinu
Árvakur Mynd: Arnar Þór

Að minnsta kosti tveimur hefur verið sagt upp hjá Árvakri í dag, en óljóst er hvort fleirum hafi verið sagt upp. Annars vegar var Kolbrúnu Bergþórsdóttur, menningarblaðamanni og gagnrýnanda, sagt upp og svo fréttastjóra íþróttadeildar Morgunblaðsins, Víði Sigurðssyni. Bæði eru þau á sjötugsaldri.

Þetta er í annað skiptið sem uppsagnir eru hjá fyrirtækinu á síðustu tveimur mánuðum, en þremur var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu í lok október.

Heimildin greindi frá því í júlí síðastliðnum að heildarlaun og þóknanir stjórnenda Árvakurs, móðurfélags Morgunblaðsins, jukust um 37,5 milljónir á milli ára. Laun þeirra fóru úr 159,5 milljónum króna árið 2023 í 197 milljónir sem nemur aukningu upp á tæpan fjórðung. Þetta kom fram í ársreikningi Árvakurs á síðasta ári og tók til tekjuársins 2023.

Þá var tap á rekstri félagsins upp á 276,7 milljónir króna árið 2024.

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MRG
    Margrét Rún Guðmundsdóttir-Kraus skrifaði
    Ljótt og lítilmannlegt! En greinilega of mikil gæði fyrir Moggann.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár