„Hann var klárlega búinn að vara við þessu,“ segir Össur Skarphéðinsson um Heiðar Guðbrandsson, snjóathugunarmaður í Súðavík. Össur var umhverfisráðherra þegar snjóflóðið á Súðavík féll en í aðdraganda þess hafði hann verið í samskiptum við Heiðar sem tjáði honum að hættumat væri rangt.
Heiðar hringdi í Össur skömmu fyrir jólin 1994. „Hann tjáði mér þær áhyggjur sínar að það væru ekki réttar áherslur í eftirliti og viðbúnaði,“ segir Össur í viðtali við Heimildina.
„Þegar við höfðum átt tvö símtöl bað ég um að fá að sjá snjóflóðamat á þessu svæðu,“ segir Össur. „Það leit þannig út að ég vildi sjá þetta sjálfur.“ Hann segir að á þessum tíma hafi hættumat fallið undir félagsmálaráðuneytið en sjóathugunarmenn voru á vegum umhverfisráðuneytisins.
„Snjóflóðið mun koma þaðan“
Össur fór vestur eftir að hann fékk snjóflóðamatið í hendur. Þar sýndu fulltrúar úr sveitastjórninni honum svæðin sem féllu undir matið þar sem þau töldu mestar líkur …













































Athugasemdir