Skýrsla um snjóflóðið á Súðavík hefur nú verið birt í tveimur bindum. Blaðamannafundur stendur nú yfir þar sem skýrslan er kynnt.
Nefndinni er ekki ætlað að draga fólk til ábyrgðar.
Fram kemur að lítil þekking hafi verið til staðar þegar hættumat var unnið á Súðavík árið 1988. Þá var einna helst stuðst við snjóflóð sem varð á Súðavík árið 1983.
Lög um ofanflóð
Í skýrslunni kemur fram að lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum frá árinu 1985 hafði ekki verið breytt þegar snjóflóðið á Súðavík.
Í skýrslunni segir: „Á árinu 1985 voru einnig sett fyrstu sérlögin í landinu um varnir gegn ofanflóðum, þ.e. snjóflóðum og skriðuföllum (ofanflóðalögin 1985). Stjórnsýsluleg ábyrgð á málaflokknum hvíldi hjá félagsmálaráðherra samkvæmt lögunum.“
„Ofanflóðalögin 1985 voru stutt og tiltölulega skýr varðandi fyrirkomulag varna og viðbúnaðar gegn ofanflóðum af hálfu ríkisins og tóku engum breytingum á áratugnum sem leið frá samþykkt þeirra fram að snjóflóðunum …













































Athugasemdir