Ég á óvenjuskýra minningu sem barn að sitja í sandkassanum með öðrum börnum af leikskólanum í Svíþjóð þar sem ég ólst upp og horfa yfir hópinn, sjá börn með mismikið sandlitað hor renna úr nösunum, mokandi holur og byggja „kastala“. Og ég man eftir að hafa liðið eins og ég væri að þykjast vera bara „venjulegt barn“ eins og þau. En ég var í raun að hugsa: „Sjá þessa kjána, þau myndu aldrei geta bjargað sér sjálf eins og ég!“ Ég var nefnilega handviss frá unga aldri að ég gæti gert allt sjálf.
Þetta reyndi ég til dæmis að sanna með því að stinga reglulega af þegar leikskólinn fór í vettvangsferðir. Oftast fannst ég fljótt en í eitt skipti, þegar ég hef varla verið eldri en 5 ára, plataði ég vinkonu mína með mér og sannfærði hana um að við gætum labbað heim til pabba míns sem bjó heilum tveimur …




























































Athugasemdir