„Ég fagna því að náðst hefur sögulegt og metnaðarfullt samkomulag í loftslagsmálum á Parísarfundinum og við munum leggja okkar af mörkum bæði hér heima og við að miðla þekkingu okkar og reynslu til annarra þjóða,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þegar aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna tókst að semja um Parísarsamninginn. Hann sótti ráðstefnuna sem forsætisráðherra Íslands þegar hann var formaður Framsóknarflokksins.
Þann 12. desember síðastliðinn voru tíu ár liðin frá því að samkomulagi um Parísarsamninginn var náð á COP21, loftslagsráðstefnu SÞ. Á lokadegi ráðstefnunnar brutust út gífurleg fagnaðarlæti, fundargestir föðmuðust og felldu tár þegar ljóst var að þessi sögulegi samningur væri í höfn. „Parísarsamningurinn er stórkostlegur sigur fyrir fólk og plánetu okkar,“ sagði Ban Ki-moon, þáverandi aðalritari SÞ.
Opnað var fyrir undirskriftir um samninginn á degi jarðar í apríl 2016 og samþykktu 194 aðildarríki ásamt Evrópusambandinu samninginn. Íran, Líbía og Jemen eru einu aðildarríkin sem hafa ekki fullgilt samninginn.




































Athugasemdir