Málsmeðferð Hafnarfjarðarbæjar var ekki í samræmi við stjórnsýslulög þegar skólastjóri Hraunvallastjóra féll frá ráðningu umsækjanda í starf, deildarstjóra tómstundamiðstöðvar skólans, þremur vikum eftir að hafa ráðið hann til starfsins.
Þetta er niðurstaða Umboðsmanns Alþingis, sem beinir þeim tilmælum til Hafnarfjarðarbæjar að leita leiða til að rétta hlut Óskars Steins og að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í áliti sem birt var opinberlega í dag.
„Þá liggur það fyrir,“ skrifar umsækjandinn, Óskar Steinn Ómarsson, á Facebook. „Hafnarfjarðarbær braut stjórnsýslulög með því að afturkalla ráðningu mína í starf hjá bænum.“
Óskar kvartaði til Umboðsmanns Alþingis í október 2024. „Nú liggur álit Umboðsmanns í málinu fyrir og verður því ekki lýst öðruvísi en sem áfellisdómi yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar,“ skrifar hann. „Málatilbúnaði bæjarins er hafnað og niðurstaðan sú að hann hafi skort lagaheimild til að falla frá ráðningunni. Enn fremur hafi málsmeðferð bæjarins brotið í bága við stjórnsýslulög.“











































Athugasemdir