Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að hann væri reiðubúinn að halda áfram „óslitnum sendingum“ á eldsneyti til Indlands, á sama tíma og stjórnvöld í NýjuDDelí sæta miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að hætta olíukaupum frá Rússlandi.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði í ágúst á refsitolla upp á 50 prósent á flestar indverskar vörur og vísaði til áframhaldandi olíukaupa Indverja frá Rússlandi – sem skapa tekjur sem stjórnvöld í Washington halda fram að hjálpi til við að fjármagna stríðið í Úkraínu.
Narendra Modi forsætisráðherra, sem tók á móti Pútín á leiðtogafundi í Nýju Delí þar sem orku-, varnar- og viðskiptamál eru í brennidepli, þakkaði rússneska leiðtoganum fyrir „staðfasta hollustu hans við Indland“.
Pútín, sem er í sinni fyrstu heimsókn til Indlands frá því stríðið í Úkraínu hófst, fékk móttöku með rauðum dregli, heiðursverði og 21 fallbyssuskoti.
„Rússland er áreiðanlegur birgir olíu, gass, kola og alls þess sem þarf …












































Athugasemdir