Pútín lofar Indlandi „óslitnu“ flæði olíu

„Rúss­land er áreið­an­leg­ur birg­ir olíu, gass, kola og alls þess sem þarf til þró­un­ar orku­mála á Indlandi,“ sagði Pútín við Modi eft­ir við­ræð­ur leið­tog­anna tveggja í dag. Banda­ríkja­stjórn hef­ur þrýst mik­ið á in­versk stjórn­völd að hætta að kaupa olíu af Rúss­um.

Pútín lofar Indlandi „óslitnu“ flæði olíu
Leiðtogarnir Heimsókn Pútíns til Indlands er sú fyrsta frá því að Rússar réðust af fullum þunga inn í Úkraínu. Indverjar gripu tækifærið þegar Evrópuþjóðir drógu og síðar stöðvuðu nær alfarið olíukaup af Rússum og hófu stórfelldan innflutning á rússneskri orku. Mynd: Alexander KAZAKOV / POOL / AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að hann væri reiðubúinn að halda áfram „óslitnum sendingum“ á eldsneyti til Indlands, á sama tíma og stjórnvöld í NýjuDDelí sæta miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að hætta olíukaupum frá Rússlandi.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði í ágúst á refsitolla upp á 50 prósent á flestar indverskar vörur og vísaði til áframhaldandi olíukaupa Indverja frá Rússlandi – sem skapa tekjur sem stjórnvöld í Washington halda fram að hjálpi til við að fjármagna stríðið í Úkraínu.

Narendra Modi forsætisráðherra, sem tók á móti Pútín á leiðtogafundi í Nýju Delí þar sem orku-, varnar- og viðskiptamál eru í brennidepli, þakkaði rússneska leiðtoganum fyrir „staðfasta hollustu hans við Indland“.

Pútín, sem er í sinni fyrstu heimsókn til Indlands frá því stríðið í Úkraínu hófst, fékk móttöku með rauðum dregli, heiðursverði og 21 fallbyssuskoti.

„Rússland er áreiðanlegur birgir olíu, gass, kola og alls þess sem þarf …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár