Modi og Pútín ræða varnarmál, viðskipti og Úkraínu

„Vinátta Ind­lands og Rúss­lands er gam­al­reynd og hef­ur gagn­ast þjóð­um okk­ar mjög,“ skrif­aði Ind­verski for­sæt­is­ráð­herr­ann á sam­fé­lags­miðla eft­ir að hafa faðm­að Rúss­lands­for­seta og boð­ið hon­um að ganga rauð­an dreg­il við kom­una til lands­ins.

Modi og Pútín ræða varnarmál, viðskipti og Úkraínu
Hlýjar mótttökur Pútín fékk hlýjar mótttökur við komuna til Indlands, þangað sem Rússar selja nú töluvert magn af olíu. Mynd: ZAVRAZHIN / POOL / AFP

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tók á móti Vladímír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Varnar- og viðskiptatengsl verða í brennidepli á leiðtogafundi þeirra tveggja en indversk stjórnvöld sæta miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að hætta olíukaupum frá Rússlandi.

Pútín var boðið upp á rauðan dregil með heiðursverði og 21 fallbyssuskoti í forsetahöllinni í Nýju Delí áður en formlegur leiðtogafundur með Modi hófst.

Stórir varnarmálasamningar og samframleiðsluverkefni, orkukaup og aukið efnahagslegt samstarf eru á dagskrá í fyrstu heimsókn Pútíns til Indlands frá því stríðið í Úkraínu hófst.

Pútín, sem sat við hlið Modi í upphafi viðræðna, sagðist búast við „árangursríkum“ degi þar sem tekið yrði á „fjölda skjala“, meðal annars á sviði varnarmála, tækni, flugvéla og geimkönnunar.

Leiðtogarnir munu báðir ræða landfræðilega stöðu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og truflanir á alþjóðaviðskiptum sem urðu vegna tolla sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði á.

Modi tók á móti Pútín á flugvellinum …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár