Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tók á móti Vladímír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Varnar- og viðskiptatengsl verða í brennidepli á leiðtogafundi þeirra tveggja en indversk stjórnvöld sæta miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að hætta olíukaupum frá Rússlandi.
Pútín var boðið upp á rauðan dregil með heiðursverði og 21 fallbyssuskoti í forsetahöllinni í Nýju Delí áður en formlegur leiðtogafundur með Modi hófst.
Stórir varnarmálasamningar og samframleiðsluverkefni, orkukaup og aukið efnahagslegt samstarf eru á dagskrá í fyrstu heimsókn Pútíns til Indlands frá því stríðið í Úkraínu hófst.
Pútín, sem sat við hlið Modi í upphafi viðræðna, sagðist búast við „árangursríkum“ degi þar sem tekið yrði á „fjölda skjala“, meðal annars á sviði varnarmála, tækni, flugvéla og geimkönnunar.
Leiðtogarnir munu báðir ræða landfræðilega stöðu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og truflanir á alþjóðaviðskiptum sem urðu vegna tolla sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði á.
Modi tók á móti Pútín á flugvellinum …











































Athugasemdir