Jólavörur hækka í verði á milli ára

Verð­lags­eft­ir­lit ASÍ mun fylgj­ast ná­ið með verði á jóla­vör­um og mat­vöru á næstu viku. Jóla­vör­ur hafa nú þeg­ar sveifl­ast frá því þær komu í hill­ur versl­ana. Kíló­verð á Nóa-kon­fekti hækk­ar tölu­vert minna en ann­að súkkulaði frá sæl­gæt­is­gerð­inni.

Jólavörur hækka í verði á milli ára
Dýraafurðir dýrari Samkvæmt könnun ASÍ hefur verð á dýraafurðum vegið þungt í hækkunum ársins. Verð á eggjum hefur hækkað um 12 prósent, á lamba- og nautakjöti um 10 prósent, en verð á tófú lækkað um 1 prósent og verð á kjúklingabaunum um 2 prósent. Mynd: Golli

Jólin koma á hærra verði, segir í færslu frá Verðlagseftirliti ASÍ á vef sambandsins. Árstíðabundnar jólavörur hafa margar hækkað töluvert á milli ára, samkvæmt könnun eftirlitsins.

„Verð á jólavörum getur sveiflast fram að hátíðum og getur verið gott fyrir neytendur að vera á verði gagnvart verðlagi í desember. Verðlagseftirlit ASÍ mun fylgjast náið með verði á jólavörum og matvöru á næstu viku,“ segir í færslunni. 

Mest ber á verðbreytingum í kaffi og sælgæti. Freyja jólakötturinn birtist í hillum Bónus í lok nóvember og kostaði 229 krónur en kostaði 169 krónur fyrir ári síðan. Það er 36 prósenta hækkun milli ára.

Malað jólakaffi frá Te & kaffi fór í sölu í nóvember á 1.429 krónur í Bónus og 1.430 krónur í Krónunni, sem samsvarar um 15 prósenta hækkun milli ára. Nú um mánaðamótin hefur verðið aftur fallið og er 1.295 krónur í Krónunni, 10 prósentum lægra en fyrir fáeinum dögum.

Verð á jóladrykknum Malt & appelsín hefur líka sveiflast. Drykkurinn kom í sölu í Krónunni á 285 krónur en kostar nú 278 krónur. Þrátt fyrir lækkun er núverandi verð ríflega 3 prósent hærra en á sama tíma í fyrra í bæði Bónus og Krónunni.

Verðlagseftirlitið nefnir líka að Myllu jólaterturnar hafi kostað 878 krónur í Prís fyrir ári, sem þá var 5-9 prósentum lægra en hjá keppinautum, en nú kosta þær 949 krónur í búðinni. Það er um átta prósenta árshækkun. Kökurnar kosta 998 krónur í Bónus og 999 krónur í Krónunni.

Hálfur lítri af MS matreiðslurjóma hefur hækkað um 8% í bæði Bónus og Krónunni á milli ára, en plönturjómar frá Schlagfix, Oatly og Alpro standa í stað í Krónunni, á sama verði og í fyrra.

Valhnetukjarnar sem seldir eru undir nafninu Til hamingju kosta nú 199 krónur í Krónunni og hafa lækkað um 13% milli ára (frá 229 krónur). Euroshopper-valhnetur kosta 217 krónur í 100 gramma poka í Bónus (4% hækkun) og 498 krónur í 300 g poka (8% hækkun).

Ósteikt laufabrauð frá Kristján kostaði 1.898 krónur í Prís líkt og í fyrra, en 2.059 krónur í Bónus og 2.060 krónur í Krónunni, sem er rúmlega 7 prósenta hækkun milli ára.

Eins kílógramms konfektkassi frá Nóa Síríus hefur hækkað um 9 prósent í Krónunni, sem er minni árshækkun en á öðru sælgæti. Meðalhækkun vara frá Nóa Síríus milli ára nam 19 prósentum í Bónus, Krónunni og Prís.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár