Síðasta greiðslan sem er undir í stærstu spillingar og múturannsókn Íslandssögunnar átti sér stað sama dag og hulunni var svipt af starfsháttum Samherja í Namibíu í fjölmiðlum. Þá var jafnvirði 21.416.079 króna færðar af reikningi Saga Seafood (pty) Ltd., félags í samstæðu Samherja, til Profile Investments Ltd. Það er eitt fjölmargra félaga í eigu Namibíumanna sem íslensk stjórnvöld telja að hafi tekið við mútugreiðslum frá Samherja.
Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar eru 214 millifærslur undir í rannsókn íslenskra yfirvalda. Byggja þær á banka- og bókhaldsgögnum. Greiðslurnar spanna tímabilið frá 26. janúar árið 2012 til 12. október árið 2019, sem er sami dagur og þáttur Kveiks um Samherjaskjölin var sendur út.
Heildarfjárhæð þeirra greiðslna sem til rannsóknar eru nema 2,8 milljörðum króna. Það er umtalsvert meira en fjallað var um þegar greint var frá málinu fyrir sex árum síðar. Gögn, sem Heimildin hefur séð, sýna einnig að stærstur hluti þessara greiðslna áttu sér …































Athugasemdir