Náttúruunnendur mótmæla nýju baðlóni við Hoffell

Bláa lón­ið stefn­ir að upp­bygg­ingu hót­els og baðlóns við Hof­fell­slón í Sveit­ar­fé­lag­inu Hornar­firði en um­sagn­ir á Skipu­lags­gátt eru al­far­ið nei­kvæð­ar. „Við er­um á leið­inni að einka­væða nátt­úr­una í þágu ríkra er­lendra ferða­manna, en á kostn­að íbúa svæð­is­ins,“ skrif­ar land­vörð­ur.

Náttúruunnendur mótmæla nýju baðlóni við Hoffell
Hoffellslón Bláa lónið stefnir á uppbyggingu hótels og baðlóns upp við lónið. Mynd: Wikipedia

Leiðsögumenn, landverðir, íbúar á Hornafirði og náttúruunnendur mótmæla uppbyggingu Bláa lónsins á nýju baðlóni og hóteli við Hoffell í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Bláa lónið áformar að byggja upp á svæðinu við Hoffellslón sem nú er ósnortið og öllum aðgengilegt. Hótel með baðlóni og veitingaaðstöðu mun rísa, auk þess sem gestastofa með sýningu um „jarðsögu svæðisins, göngustíga og upplýsingaskilti um náttúru- og menningarminjar svæðisins“ verður sett upp.

„Nýr vinnustaður mun þannig styrkja stoðir atvinnulífs í fjölmennasta byggðakjarna sveitarfélagsins en ferðaþjónusta er önnur af meginstoðum atvinnulífs sveitarfélagsins Hornafjarðar,“ segir í upplýsingum um verkefnið á Skipulagsgáttinni. „Hoffell er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Höfn en um 70% af íbúum sveitarfélagsins búa á Höfn. Áætlað er að flest starfsfólk hótels og baða muni búa á Höfn. Reiknað er með að starfsmenn ferðaþjónustu í Hoffelli verði um 150 talsins.“

Umsagnir við framkvæmdina á Skipulagsgátt …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SÍF
    Sveinn í Felli skrifaði
    Fannst í alvörunni nóg af heitu vatni við Hoffell til að hægt sé að hita bæði baðlón og þéttbýlið við Höfn?
    0
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Hryðjuverkum ferðaþjónustu einkaaðila gegn ósnortnu víðerni er auðvitað bara peningafíkn illa innrættra og/eða snatvitlausra peningamanna og verður til þess eins að gjaldfella Ísland sem sérstakan áfangastað sem geymir þögn og ferskleika handa uppgefnum borgarbúa.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár