„Ég er alin upp í mjög vinstrisinnuðu umhverfi. Ég fékk pólitískt uppeldi svolítið og hafði áhuga strax. En svo lærir maður aðeins inn á lífið og þá fer maður að móta sér kannski aðeins skynsamlegri afstöðu til ýmissa málefna. Og þá leitar maður aðeins inn að miðju og kannski jafnvel til hægri.“
Svona komst hin rúmlega þrítuga Hlédís Maren Guðmundsdóttir að orði í nýjasta þætti Grjótkastsins, hlaðvarps Björns Inga Hrafnssonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, stofnanda og formanns Miðflokksins.
Þar var rætt við tvo unga og hægrisinnaða viðmælendur sem voru báðir viðstaddir landsþing Miðflokksins fyrr í mánuðinum. Í þættinum sagði Hlédís frá sinni vegferð frá því að vera inni í ungliðastarfi Vinstri grænna yfir í Miðflokkinn.
Ferðalag hennar frá frjálslyndari gildum og yfir í þau sem eru talsvert íhaldssamari svipar nokkuð til þróuninnar sem hefur orðið á skoðunum Snorra Mássonar, nýkjörins varaformanns Miðflokksins. Hugðarefni þeirra eru meðal annars aukin þjóðrækni, mikilvægi …
Athugasemdir