Leigusölum í Grindavík hefur verið gert að endurgreiða leigjendum greidda leigu og tryggingafé á hamfaratímum, en alls hafa sjö úrskurðir fallið hjá kærunefnd húsamála eftir að rýming var fyrirskipuð í bænum árið 2023. Flest málin snúa að tryggingum og leigu og eru flest málin keimlík, með afbrigðum þó.
Úrskurðirnir falla nokkuð jafnt á milli leigjenda og leigusala, þó það halli á leigusala í úrskurðunum. Formaður leigjendasamtakanna segir ótrúlegustu mál hafa komið upp hjá leigjendum vegna hamfaranna, og að þeir séu í viðkvæmri stöðu, enda tryggingaféð oft eini aðgöngumiðinn að nýju leiguhúsnæði.
Ótrúlegustu mál
„Við höfum klárlega tekið eftir þessu, og ótrúlegustu mál að koma inn,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, en samtökin hafa verið mjög ötul í því að verja hagsmuni leigjenda, meðal annars eftir hræringarnar í Grindavík.
„Réttur leigjanda í Grindavík er tiltölulega skýr,“ segir hann en áréttar að til þeirra hafi fólk leitað sem hafi lent í …
Athugasemdir