Áhugi ungs fólks á mormónum jókst eftir raunveruleikaþættina

Ung­ir mormón­ar frá Banda­ríkj­un­um lögðu líf sitt til hlið­ar til þess að boða fagn­að­ar­er­ind­ið. Þeir höfðu ekk­ert um það að segja hvert þeir færu, en þakka fyr­ir að hafa far­ið til Ís­lands. „Ís­lend­ing­ar eru æð­is­leg­ir.“ Þrátt fyr­ir dvín­andi kirkju­sókn þjóð­ar­inn­ar finna þeir fyr­ir aukn­um áhuga á með­al ungs fólks, en deila um áhrif vin­sælla sjón­varps­þátta þar á.

Áhugi ungs fólks á mormónum jókst eftir raunveruleikaþættina

„Við viljum kenna Íslendingum og hjálpa þeim að læra um Krist,“ segir hinn tvítugi öldungur Owen Moyer, sem kemur frá Virginíuríki. Með honum er Dylan Nehren, 19 ára gamall drengur frá Salt Lake City í Utah-ríki í Bandaríkjunum, sem kom til landsins sem öldungur og er búinn að vera hér í rúmt ár. Fyrst á Akureyri en flutti til höfuðborgarinnar fyrir nokkrum mánuðum. Honum líkar vel á Íslandi, enda mikill snjóbrettaunnandi. 

Stjörnur mormóna

Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, sem er betur þekkt sem mormónakirkjan, er alþjóðleg kirkja sem á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna. Hún hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri en raunveruleikaþættir á borð við Secret lives of Mormon Wives hafa rutt trúnni fram á sjónarsviðið. Stjörnur þáttanna eru allt ungar mæður með stóran fylgjendahóp á netmiðlum og eru núverandi eða fyrrum meðlimir kirkjunnar.

„Ég elska meðlimina hér á Íslandi. Við erum …
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár