Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá eftir þrýsting stjórnvalda

Spjall­þátt­ur Jimmys Kimmel var tek­inn af dag­skrá um óákveð­inn tíma eft­ir hót­an­ir stjórn­valda vegna um­mæla hans um morð­ið á Charlie Kirk. Gagn­rýn­end­ur tala um rit­skoð­un en Don­ald Trump fagn­aði ákvörð­un­inni op­in­ber­lega.

Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá eftir þrýsting stjórnvalda
„Cancelled“ Spjallþáttur Jimmy Kimmel – Jimmy Kimmel Live! – hefur verið tekinn af dagskrá minnst tímabundið. Mynd: Patrick T. Fallon / AFP

Spjallþáttur bandaríska sjónvarpsmannsins Jimmys Kimmel var tekinn af dagskrá á miðvikudag, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna hótaði að afturkalla útsendingarleyfi ABC sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla Kimmel um morðið á Charlie Kirk.

Þessa óvænta ákvörðun stjórnenda ABC um að taka einn vinsælasta spjallþátt Bandaríkjanna af dagskrá hefur sætt gagnrýni og sögð vera til marks um ritskoðun stjórnvalda. Ákvörðuninni hefur aftur á móti verið fagnað ákaft af Donald Trump, sem lengi hefur verið ósáttur við þá sem gera grín að honum – líkt og Kimmel.

„Frábærar fréttir fyrir Ameríku,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn Truth Social. „Til hamingju ABC að hafa loksins haft hugrekkið til að gera það sem þurfti að gera.“

Trump, sem gladdist líka yfir því þegar tilkynnt var um að framleiðslu á spjallþætti Stephens Colbert yrði hætt, kallaði svo eftir því að tveir aðrir spjallþættir yrðu líka teknir af dagskrá sjónvarpsstöðva.

„Þá eru það bara Jimmy (Fallon) og Seth (Meyers), tveir lúðar, á falsfrétta NBC. Áhorfið á þá er hræðilegt. Gerið það NBC!!!“

Í Hollywood, þar sem þáttur Kimmel er tekinn upp, var áhorfendum sem ætluðu að vera í sal við upptökuna vísað frá myndverinu á miðvikudag. 

Tommy Williams, hafnarverkamaður frá Flórída, sagði við AFP að sér fyndist ákvörðunin ó-bandarísk. „Öllum þáttum í sjónvarpi þar sem talað er gegn Donald Trump, reynir hann að fá aflýst,“ sagði hann. „Við erum að tapa málfrelsinu. Þetta er eitthvað sem gerist í Rússlandi og Norður-Kóreu og Kína, ríkissjónvarpsdæmi.“

Hótanir stjórnvalda

Átökin eiga sér stað viku eftir að Kirk, náinn bandamaður Trump, var skotinn til bana á háskólasvæði í Utah. Morðið hratt af stað átökum um hver bæri ábyrgðina, sem hefur skapað mikla spennu milli andstæðra póla í hinu skautaða samfélagi Bandaríkjanna. Íhaldsmenn – þar á meðal Trump – kenna „róttæka vinstrinu“ um.

Yfirvöld hafa ákært hinn 22 ára gamla Tyler Robinson og segja hann hafa verið einan að verki. Á mánudag fjallaði Kimmel um málið í upphafi þáttar síns. 

„MAGA-gengið reynir af örvæntingu að lýsa þessum unga manni, sem myrti Charlie Kirk, sem einhverjum öðrum en einum úr þeirra eigin röðum og gera allt til að græða pólitískt á þessu,“ sagði Kimmel og vísaði til stuðningsmanna Trump sem eru kenndir við slagorð hans Make America Great Again.

Hann sýndi síðan upptöku þar sem Trump sneri spurningu um hvernig dauði Kirk hefði haft áhrif á hann yfir í að hrósa nýjum veislusal sem hann er að láta reisa í Hvíta húsinu, sem vakti hlátur í salnum. „Svona syrgir fullorðinn maður ekki morð á einhverjum sem hann kallar vin. Þetta er eins og fjögurra ára barn að syrgja gullfisk,“ sagði Kimmel. 

Á miðvikudag hótaði Brendan Carr, formaður Federal Communications Commission, FCC, opinberlega að hefta útsendingaleyfi ABC-stöðva sem sýna þátt Kimmel. 

„Ég held að það sé löngu tímabært að þessar (stöðvar) standi sjálfar upp og segi: „Heyrðu, við ætlum ekki lengur að sýna Kimmel fyrr en þú lagar þetta, því annars stöndum við frammi fyrir því að missa útsendingarleyfi frá FCC“,“ sagði hann við hægrisinnaða hlaðvarpsstjórnandann Benny Johnson. 

„Við getum gert þetta á auðveldan hátt eða erfiðan. Þessi fyrirtæki geta breytt hegðun sinni og gripið til aðgerða, hreint út sagt gegn Kimmel, eða þá að það verður aukið starf fram undan hjá FCC.“ 

Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Nexstar, einn stærsti eigandi ABC-stöðva í landinu, að þátturinn yrði tekinn út af þeirra stöðvum.

Nexstar sendur um þessar mundir í margmilljarða dollara samrunaferli við keppinaut sem krefst samþykkis FCC. ABC – sem er í eigu Disney – fylgdi í kjölfarið og tók þáttinn af dagskrá á landsvísu. 

Kimmel tjáði sig ekki strax og fulltrúar grínistans svöruðu ekki fyrirspurnum AFP.

„Þau eru að þagga niður í ykkur“

Stjórnvöld í Hvíta húsinu hafa oftsinnis beint gagnrýni sinni að menningarstofnunum sem þau telja óvinveittar stefnu Trumps um hægrisinnaða þjóðernishyggju. 

Lögmannsstofur, háskólar og fjölmiðlar hafa allir verið skotmörk, meðal annars með málsóknum sem lögfræðingar telja efnislega veikar en hafa engu að síður leitt til verulegra greiðslna. 

Bæði ABC og CBS, sem er í eigu Paramount, hafa greitt slíkar upphæðir.

Samningarnir – sem eiga að renna til bókasafns í nafni Trump – voru sagðir beinlínis knúnir áfram af vilja eigenda fjölmiðlanna til að viðhalda vinsambandi við Trump.

Demókratar tengdu punktana fljótlega saman á miðvikudag.

„Trump forseti og Charr, stjórnarformaður FCC, gerðu þetta alveg skýrt: hagið ykkur eða við þöggum niður í ykkur,“ skrifaði Ben Ray Lujan, öldungadeildarþingmaður, á X.

„Að kaupa og hafa stjórn á fjölmiðlum. Að reka álitsgjafa. Að aflýsa þáttum. Þetta eru ekki tilviljanir. Þetta er skipulagt. Og þetta er hættulegt,“ skrifaði Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu.

„Þau eru að þagga niður í ykkur í rauntíma.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár