Fulltrúi Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum réttlætti í dag árásir á leiðtoga Hamas í Katar og sagði að þær hefðu verið „rétt“ ákvörðun, þrátt fyrir sjaldgæfa athugasemd Bandaríkjaforseta við aðgerðum Ísraelshers.
Hvíta húsið tilkynnti að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði ekki verið sammála ákvörðun Ísraels um að ráðast til atlögu á þriðjudag og að Bandaríkin hefðu varað Katar við fyrirhuguðum loftárásum. Katar, sem hefur gegnt lykilhlutverki í sáttatilraunum vegna stríðsins í Gaza, sagði hins vegar að viðvörunin frá Washington hefði borist þegar árásin var þegar hafin.
Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í útvarpsviðtali í dag að Ísrael væri ekki bundið af hagsmunum Bandaríkjanna í öllum málum.
„Við vinnum í samráði, þeir veita okkur ótrúlegan stuðning og við kunnum að meta það, en stundum tökum við ákvarðanir og látum Bandaríkin svo vita,“ sagði hann, samkvæmt AFP.
„Þetta var ekki árás á Katar; þetta var árás á Hamas. Við erum …
Athugasemdir