Heimaskólinn ákveðin forréttindi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
Yfir skólabókunum Sólveig með börnunum yfir skólabókunum í eldhúsinu. Nú er þeim kafla lokið að þau séu í heimaskóla heldur eru komin í hefðbundinn grunnskóla. Mynd: Golli

Þegar nýtt skólaár hófst í haust settust tvö börn í Mosfellsbæ á skólabekk með jafnöldrum sínum eftir að hafa verið í heimakennslu síðustu ár. Foreldrar þeirra, Sólveig Svavarsdóttir og Jón Heiðar Hannesson, ákváðu árið 2020 að prófa þessa leið sem er mjög sjaldgæf á Íslandi. Þau fengu undanþágu frá sveitarfélaginu til að vera í heimakennslu fyrir börnin en Sólveig er kennaramenntuð. Nú eru börnin hins vegar komin í hefðbundinn grunnskóla. Hún segir að heimakennslan hafi verið bæði gefandi og krefjandi, en fjölskyldan sé sátt við að þessum kafla sé lokið. „Við ákváðum alltaf að meta stöðuna á hverju ári og fylgja hjartanu. Þegar dóttirin bað um að fara í skóla sáum við að rétti tíminn var kominn. Sonurinn var minna spenntur en við töldum tímabært að hann færi inn áður en unglingadeildin tæki við,“ segir hún.

Ákvörðunin um að hefja heimakennslu var tekin af forvitni en líka út frá lífsstíl …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár