Þegar nýtt skólaár hófst í haust settust tvö börn í Mosfellsbæ á skólabekk með jafnöldrum sínum eftir að hafa verið í heimakennslu síðustu ár. Foreldrar þeirra, Sólveig Svavarsdóttir og Jón Heiðar Hannesson, ákváðu árið 2020 að prófa þessa leið sem er mjög sjaldgæf á Íslandi. Þau fengu undanþágu frá sveitarfélaginu til að vera í heimakennslu fyrir börnin en Sólveig er kennaramenntuð. Nú eru börnin hins vegar komin í hefðbundinn grunnskóla. Hún segir að heimakennslan hafi verið bæði gefandi og krefjandi, en fjölskyldan sé sátt við að þessum kafla sé lokið. „Við ákváðum alltaf að meta stöðuna á hverju ári og fylgja hjartanu. Þegar dóttirin bað um að fara í skóla sáum við að rétti tíminn var kominn. Sonurinn var minna spenntur en við töldum tímabært að hann færi inn áður en unglingadeildin tæki við,“ segir hún.
Ákvörðunin um að hefja heimakennslu var tekin af forvitni en líka út frá lífsstíl …
Athugasemdir