Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

69% ná að safna sparifé

Minna en einn af hverj­um tíu lands­mönn­um nær ekki end­um sam­an á með­an nær sjö af hverj­um tíu ná að safna spari­fé. Þetta kem­ur fram í nýj­um Þjóðar­púlsi Gallup en sam­kvæmt hon­um hef­ur fjár­hag­ur heim­il­anna sjald­an ver­ið betri frá upp­hafi mæl­inga.

69% ná að safna sparifé

Fjárhagur heimilanna í landinu hefur sjaldan verið betri síðan mælingar hófust, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Hann vænkaðist jafnt og þétt eftir hrun og var bestur á tímum samkomutakmarkana vegna heimsfaraldurs. Eftir það fjölgaði aftur þeim sem náðu ekki endum saman en nú hefur þeim fjölgað á ný sem ná að safna sparifé. Þannig segja 52% aðspurðra að þeir geti „safnað svolitlu sparifé“ en 17% að þeir geti „safnað talsverðu sparifé“. Þá segjast 6% nota sparifé til að ná endum saman og 4% að þeir safni skuldum.

Mynd/Gallup

Konur eru líklegri en karlar til að safna skuldum eða þurfa að ganga á sparifé sitt til að ná endum saman, á meðan karlar eru líklegri en konur til að rétt ná endum saman. Fólk milli þrítugs og sextugs á erfiðast með að ná endum saman.

Sá helmingur þjóðarinnar sem hefur lægri fjölskyldutekjur er, eins og við er að búast, líklegri til að safna skuldum eða ná endum saman með naumindum en sá helmingur sem hefur hærri fjölskyldutekjur. Þá eru þeir sem eru með hærri fjölskyldutekjur líklegri til að ná að safna sparifé. 

Mynd/Gallup

Hlutfall þeirra sem ná ekki endum saman er hæst meðal þeirra sem kysu Flokk fólksins ef kosið yrði til Alþingis í dag en hlutfall þeirra sem ná að safna sparifé er hæst meðal þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokkinn.

Fylgni er milli þess að ná illa endum saman og að búa í leiguhúsnæði.

Um 34% segja einhvern í fjölskyldu sinni búa við fátækt en fjölskylda var skilgreind bæði sem allra nánasta fjölskylda og nánir ættingjar eins og frændur og frænkur. Ríflega 36% til viðbótar sögðu einhvern í fjölskyldu sinni einhvern tíma hafa búið við fátækt. Þetta er svipað hlutfall og í síðustu mælingum.

Mynd/Gallup

Hlutfall þeirra sem segja fjölskyldumeðlim búa við fátækt er hæst meðal þeirra sem kysu Flokk fólksins ef kosið yrði til Alþingis í dag. Hlutfall þeirra sem segja fjölskyldumeðlim aldrei hafa búið við fátækt er hæst meðal þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokkinn.

Þau sem búa í eigin húsnæði eru ólíklegri til að segja einhvern í fjölskyldu sinni búa við fátækt en þau sem búa í leiguhúsnæði eða í foreldrahúsum.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár