Kísilver PCC á Bakka við Húsavík tapaði 4,8 milljörðum króna í fyrra, ef aðeins er tekið tillit til rekstrar (EBITDA). Þegar horft er til fjármagnsgjalda, skatta og afskrifta var tapið 7,7 milljarðar króna. Það er minna tap en árið 2023, þegar tapið var milljarði meira.
Kísilverið hætti starfsemi í júlí og hefur flestum starfsmönnum verið sagt upp. Starfsmenn voru 130 í vor, eftir fækkun úr 155 þegar mest lét í fyrra. Um 40 starfsmenn eru eftir og hafa stjórnendur verksmiðjunnar boðað samtal við Landsvirkjun og nærsamfélagið á Húsavík. Stjórnendur félagsins segjast ekki vera af baki dottnir.
Ástæða stórfellds tapreksturs hefur verið sögð tollastríð, erfiðleikar á alþjóðamörkuðum og innflutningur á ódýrum kísilmálmi. Þá hefur forstjóri PCC Bakka vísað til þess að verndartollar Evrópusambandsins, sem íslensk og norsk stjórnvöld reyna að vinna gegn, geti komið í veg fyrir að verksmiðjan opni aftur.
Á sama tíma og barist er fyrir afléttingu verndartolla gagnvart …
Athugasemdir