Kísilverið við Húsavík tapaði milljörðum

Mikl­ar vænt­ing­ar voru bundn­ar við PCC Bakka, sem nú skil­ar 7,7 millj­arða tapi og er hætt starf­semi vegna erfiðra mark­aðs­að­stæðna á tím­um tolla­stríðs og und­ir­verð­lagn­ing­ar frá Kína.

Kísilverið við Húsavík tapaði milljörðum
Verksmiðjan á Bakka Um 155 störf voru hjá PCC Bakkaí fyrra á miklu tapári. Mynd: PCC

Kísilver PCC á Bakka við Húsavík tapaði 4,8 milljörðum króna í fyrra, ef aðeins er tekið tillit til rekstrar (EBITDA). Þegar horft er til fjármagnsgjalda, skatta og afskrifta var tapið 7,7 milljarðar króna. Það er minna tap en árið 2023, þegar tapið var milljarði meira.

Kísilverið hætti starfsemi í júlí og hefur flestum starfsmönnum verið sagt upp. Starfsmenn voru 130 í vor, eftir fækkun úr 155 þegar mest lét í fyrra. Um 40 starfsmenn eru eftir og hafa stjórnendur verksmiðjunnar boðað samtal við Landsvirkjun og nærsamfélagið á Húsavík. Stjórnendur félagsins segjast ekki vera af baki dottnir.

Ástæða stórfellds tapreksturs hefur verið sögð tollastríð, erfiðleikar á alþjóðamörkuðum og innflutningur á ódýrum kísilmálmi. Þá hefur forstjóri PCC Bakka vísað til þess að verndartollar Evrópusambandsins, sem íslensk og norsk stjórnvöld reyna að vinna gegn, geti komið í veg fyrir að verksmiðjan opni aftur.

Á sama tíma og barist er fyrir afléttingu verndartolla gagnvart …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Er það satt að þessi óskapnaður brenni 66 þúsund tonnum af kolum á ári? Burtséð frá því heppnaðist Skallagrími auðvitað enn eina ferðina að draga fólk á asnaeyrunum. Hver er núna örlítill grenjandi minnihluti?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár