Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg

Eftir 25 ára búsetu erlendis var Egill Heiðar Anton Pálsson ráðinn borgarleikhússtjóri. Hann var ekkert á leiðinni heim þegar örlögin tóku í taumana, sviptingar urðu í einkalífinu og Ísland kallaði. „Leiðin að heiman er leiðin heim,“ segir hann. 

Hann, sem hefur gert það að ævistarfi sínu að segja sögur, á sjálfur merka sögu að baki. Svipmyndir úr lífi hans hafa birst í sýningum sem hann hefur sett upp. Þar á meðal atvik sem situr alltaf í honum, þegar móðir hans kastaði sér ofan á kistuna þegar bróðir hans var lagður til grafar. Þannig hefur leiklistin orðið eins konar þerapía, tæki til úrvinnslu og markað leiðina fram á við. 

Með því að sökkva sér ofan í sögur annarra öðlast hann betri skilning á mannlegu eðli og sjálfum sér, sorgum og sigrum. 

Fæddist inn í borgarastyrjöldina

Sumarið 1936 geisaði borgarastyrjöld á Spáni þegar lítil stúlka kom í heiminn á Las Palmas á …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár