Eftir 25 ára búsetu erlendis var Egill Heiðar Anton Pálsson ráðinn borgarleikhússtjóri. Hann var ekkert á leiðinni heim þegar örlögin tóku í taumana, sviptingar urðu í einkalífinu og Ísland kallaði. „Leiðin að heiman er leiðin heim,“ segir hann.
Hann, sem hefur gert það að ævistarfi sínu að segja sögur, á sjálfur merka sögu að baki. Svipmyndir úr lífi hans hafa birst í sýningum sem hann hefur sett upp. Þar á meðal atvik sem situr alltaf í honum, þegar móðir hans kastaði sér ofan á kistuna þegar bróðir hans var lagður til grafar. Þannig hefur leiklistin orðið eins konar þerapía, tæki til úrvinnslu og markað leiðina fram á við.
Með því að sökkva sér ofan í sögur annarra öðlast hann betri skilning á mannlegu eðli og sjálfum sér, sorgum og sigrum.
Fæddist inn í borgarastyrjöldina
Sumarið 1936 geisaði borgarastyrjöld á Spáni þegar lítil stúlka kom í heiminn á Las Palmas á …
Athugasemdir