Endurkoma hinnar hefðbundu húsmóður

Þær eru sagð­ar birt­ing­ar­mynd hinn­ar full­komnu konu og millj­ón­ir fylgja þeim á sam­fé­lags­miðl­um, þar sem þær koma fram í kjól­um á með­an þær elda mat frá grunni, sinna börn­um og heim­il­is­haldi. Und­ir niðri liggja þó önn­ur og skað­legri skila­boð.

Endurkoma hinnar hefðbundu húsmóður

Margir geta eflaust tengt við það hversu auðvelt getur verið að sogast inn í heim áhrifavalda á samfélagsmiðlum – fólks sem sýnir okkur frá daglegu lífi sínu, matnum sem það eldar og annað áhugavert. Á undanförnum árum hefur nokkuð sérkennileg tískubylgja tröllriðið þessum miðlum þar sem ungar og fallegar konur sýna frá lífsstíl sem tilheyrir fortíðinni. Þær eru gjarnan kallaðar „tradwives“ sem er stytting á enska hugtakinu „traditional housewives“ og mætti þýða sem „hefðbundnar húsfrúr“ upp á íslensku. Hefðbundna húsfrúin helgar sig gamaldags kynhlutverki þar sem ábyrgð hennar snýr að langmestu leyti að góðu heimilishaldi.

Hin fullkomna kona 

Það sem hefðbundnar húsmæður eiga sameiginlegt er að líta til fortíðar og má segja að þær séu birtingarmynd hinnar „fullkomnu konu“ eins og þær birtust í neyslusamfélagi um miðja síðustu öld. Það er svo sem ekkert nýtt af nálinni að fólk fyllist fortíðarþrá. En eitthvað í nútímasamfélagi virðist vera þess valdandi að …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár