Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Hefur ekki áhyggjur af fylgi Framsóknar í nýrri könnun

„Ég hef eng­ar áhyggj­ur af því að við ná­um ekki inn í næstu kosn­ing­um,“ seg­ir Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík. Sam­kvæmt nýrri könn­un Gallup miss­ir Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn alla full­trúa sína í borg­inni. Að­spurð­ur hvort hann sjái eft­ir því að hafa slit­ið borg­ar­stjórn­ar­sam­starf­inu seg­ist Ein­ar alls ekki sjá eft­ir því.

Hefur ekki áhyggjur af fylgi Framsóknar í nýrri könnun
Einar Þorsteinsson Oddviti Framsóknar fær ekki sæti í borginni í nýrri könnun. Mynd: Bára Huld Beck

„Ég hef engar áhyggjur af því að við náum ekki inn í næstu kosningum. Það er langt í næstu kosningar, heill kosningavetur,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og fyrrum borgarstjóri. Ný könnun sem Gallup vann fyrir Viðskiptablaðið sýnir að Framsókn myndi missa alla fjóra borgarfulltrúa ef efnt væri til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 31,3 prósent fylgi og Samfylkingin fylgir fast á eftir með 26 prósent fylgi.

„Við erum auðvitað ósátt við þessa könnun enda teljum við að Framsókn hafi sýnt borgarbúum að við stóðum okkur vel. Við tókum í taumana og snerum við rekstri borgarinnar. Við settum í gagn öflugt plan í leikskólamálum og mörg verkefni sem við töluðum um fyrir síðustu kosningar hafa gengið betur heldur en við þorðum að vona,“ segir Einar.

„Við erum auðvitað ósátt við þessa könnun“

Einar segist vona að borgarbúar muni treysta Framsókn í næstu kosningum sem fram fara 16. maí á næsta ári. „Ég held að kjósendur muni sjá þegar nær dregur að kosningum að Framsókn hefur haft mikil jákvæð áhrif á borgina. Innleitt skynsemi og ábyrgð og vonandi verður okkur treyst aftur til verka eftir næstu kosningar.“

Heimildin spurði hvað Einar taldi að gæti útskýrt niðurstöður könnunarinnar. „Ég átta mig ekki alveg á því. Ég held að einhverju leyti þegar kemur að einhverjum þessara flokka, endurspeglist staða landsmálanna inn í þessa könnun. En kjósendur verða bara að svara því í næstu kosningum hvað þeir vilja fyrir Reykjavík.“ Hann bætir við að: „Ein svona könnun, þegar ár er í kosningar, hún er ákveðin vísbending um það að við þurfum að koma okkar pólitík á framfæri – en það er það sem kemur upp úr kössunum sem skiptir máli.“

„Við lofuðum árangri. Við náðum miklum árangri“

Einar segir næstu skref hjá Framsókn vera að„vinna fyrir borgarbúa og koma í veg fyrir að róttækur vinstri meirihluti tefli í tvísýnu þeim árangri sem hafði náðst.“ Hann bætir við: „Þótt það sé stutt í kosningar er heill kosningavetur framundan. Margt getur breyst.“

Engin eftirsjá að meirahlutaslitunum

Aðspurður hvort hann sjái eftir því að hafa slitið meirihlutasamstarfinu í febrúar síðastliðinn segir Einar alls ekki sjá eftir því: „Með því sýndum við kjósendum að við erum trú þeim sem að kjósa okkur. Við lofuðum árangri. Við náðum miklum árangri með rekstur og margt í húsnæðismálum. Sundabraut og fleiri stór verkefni.“ Hann bætir við: „Þegar kom að öðrum róttækari breytingum náðum við því ekki fram í gegnum samstarf við þessa flokka og þá er betra að reyna að efna loforð gagnvart kjósendum með því að mynda nýjan meirihluta.“

 „Kjósendur mega vita það að við förum ekki í samstarf nema við teljum okkur geta knúið fram þau áherslumál sem við erum að berjast fyrir,“ segir Einar.

Heimildin spurði Einar út í þær viðræður sem urðu í kjölfar stjórnarslitanna. „Ég hefði viljað að þau hjá Flokki fólksins hefðu staðið við það sem þau sögðu þegar við hófum meirihlutaviðræður. Borgin væri á miklu betri stað ef við hefðum náð að mynda þannig meirihluta,“ segir Einar.

Einar segir að ekki þýði að horfa í baksýnisspegilinn. „Núna er tæpt ár í kosningar og við ætlum að sinna öflugu aðhaldi og koma í veg fyrir það að þessi róttæki vinstri-meirihluti vinni ekki mikið tjón á rekstri borgarinnar sem var loksins kominn í plús.“ Segir Einar að Framsókn ætli að „tryggja að eftir næstu kosningar sé hægt að mynda meirihluta sem byggir á skynsemi og ábyrgðartilfinningu en ekki einhverri tilraunamennsku.“

Einar segir að skautunar gæti í borginni og að ábyrgð og skynsemi hljóti ekki hljómgrunn en hann telur að lausnirnar sé að finna á miðjunni. „Pólitíkin í borginni virðist alltaf leita í sama far skautunnar,“ segir hann og bætir við: „Lykill að velferð borgarinnar felst ekki í róttæku öfgahægri eða öfgavinstri.“

Kjósa
-4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár