Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið hækkun á bæði lágmarksverði til bænda og heildsöluverði á mjólk og mjólkurvörum. Ákvörðunin var tekin á föstudag en breytingin tekur gildi í dag, 12. maí.
Lágmarksverð á 1. flokks mjólk hækkar um 1,90 prósent, eða úr 136,93 krónum í 139,53 krónur á lítra. Samhliða hækkar heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum um 1,96 prósent.
Að sögn nefndarinnar byggir hækkunin á auknum framleiðslukostnaði frá síðustu ákvörðun í desember á síðasta ári. Þar vegur hækkun launavísitölu þyngst og skýrir um 75 prósent af hækkun grunnkostnaðar kúabúa. Einnig hefur kostnaður við fóður og afskriftir aukist, en fjármagnskostnaður og áburður …
Athugasemdir