Hvað ef ... þriðja heimsstyrjöldin lítur svona út?

Val­ur Gunn­ars­son sagn­fræð­ing­ur skrif­ar um þriðju heims­styrj­öld­ina og yf­ir­töku Trump­ista á Ís­landi. Val­ur er höf­und­ur bók­ar­inn­ar Hvað ef? sem fjall­ar um hlið­stæða mann­kyns­sögu. Hér fjall­ar hann um hvernig fram­tíð­in gæti lit­ið út. Eft­ir­far­andi grein ber að lesa sem bók­mennta­verk en ekki beina for­spá.

Hvað ef ... þriðja heimsstyrjöldin lítur svona út?

Hver hefði búist við því að hermennirnir kæmu hingað aftur? Ég man þegar ég lék mér í Öskjuhlíðinni sem barn, í gömlum virkjum frá síðustu heimsstyrjöld, með indíánaboga og pílur í hönd sem kannski tónuðu illa við steinsteypuna, en betri leikvöllur var ekki til hér í borg, ekki einu sinni á byggingarsvæðunum. „Howitzer Hill“ kölluðu þeir þetta þegar þeir voru hérna síðast og settu upp fallbyssur sem voru reiðubúnar til að taka á móti þýsku innrásarliði sem aldrei kom. Og nú vonuðu margir að Þjóðverjar kæmu okkur til bjargar.

Í þessari heimsstyrjöld gera allir öfugt við það sem þeir gerðu síðast. Þýskaland og Japan eru góðu gæjarnir. Bandaríkin og Rússland þeir vondu. Sennilega munu Frakkar berjast til síðasta manns. Kínverjar breiða úr sér og Bretar hafa strax gefist upp. Aðeins Ítalir eru trúir sjálfum sér og styðja þann sem virðist vera að sigra hverju sinni.

Um tíma virtumst við ætla …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár