Það eru nokkrar grundvallarstofnanir sem þarf til þess að land geti verið sjálfstætt þjóðríki og þar blómstrað samfélag. Þetta þekkjum við Íslendingar, sem á rétt rúmum hundrað árum höfum byggt upp það sem þarf. Til dæmis: þjóðskjalasafn, þjóðminjasafn, þjóðleikhús, listasafn, löggjafarþing, landspítala, gjaldmiðil, seðlabanka, hæstarétt og háskóla.
Sjaldan í sögunni höfum við séð þjóðkjörinn leiðtoga brjóta niður eins opinberlega þær stofnanir sem þarf til að samfélagið virki – eins og við horfum upp á nú undanfarna hundrað daga hjá nágrönnum okkar í vestri. Vissulega hafa þjóðríki verið brotin niður, í stríðsátökum helst – eins og við sjáum jafnvel enn þann dag í dag í beinni sjónvarpsútsendingu úr austri þar sem allir háskólar og spítalar í einu landi eru sprengdir í loft upp af óvinum sem ætla sér að útrýma heilli þjóð.
Það hafa líka verið til brjálaðir einvaldar sem leitt hafa þjóðir sínar til einhvers konar glötunar. En þar hefur …
Athugasemdir