Hinn ósjálfbæri forseti: Hundrað dagar með Trump aftur í embætti

Frá því að Don­ald Trump tók við völd­um hef­ur ver­ið graf­ið und­an rétt­ar­rík­inu, al­þjóða­ör­ygg­is­mál­um og borg­ara­rétt­ind­um. Nú hef­ur hann einnig skap­að efna­hags­leg­an vanda, veg­ið að vís­inda­starfi og aka­demísku frelsi.

Hinn ósjálfbæri forseti: Hundrað dagar með Trump aftur í embætti

Það eru nokkrar grundvallarstofnanir sem þarf til þess að land geti verið sjálfstætt þjóðríki og þar blómstrað samfélag. Þetta þekkjum við Íslendingar, sem á rétt rúmum hundrað árum höfum byggt upp það sem þarf. Til dæmis: þjóðskjalasafn, þjóðminjasafn, þjóðleikhús, listasafn, löggjafarþing, landspítala, gjaldmiðil, seðlabanka, hæstarétt og háskóla.

Sjaldan í sögunni höfum við séð þjóðkjörinn leiðtoga brjóta niður eins opinberlega þær stofnanir sem þarf til að samfélagið virki – eins og við horfum upp á nú undanfarna hundrað daga hjá nágrönnum okkar í vestri. Vissulega hafa þjóðríki verið brotin niður, í stríðsátökum helst – eins og við sjáum jafnvel enn þann dag í dag í beinni sjónvarpsútsendingu úr austri þar sem allir háskólar og spítalar í einu landi eru sprengdir í loft upp af óvinum sem ætla sér að útrýma heilli þjóð. 

Það hafa líka verið til brjálaðir einvaldar sem leitt hafa þjóðir sínar til einhvers konar glötunar. En þar hefur …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár