Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Norski olíusjóðurinn tapaði 5.000 milljörðum á fyrsta fjórðungi

Norski ol­íu­sjóð­ur­inn tap­aði jafn­virði 5.000 millj­arða ís­lenskra króna á fyrsta árs­fjórð­ungi 2025, að­al­lega vegna sveiflna á hluta­bréfa­mark­aði og styrk­ing­ar krón­unn­ar. Virði sjóðs­ins nam meira en 225 þús­und millj­arða króna í lok tíma­bils­ins.

Norski olíusjóðurinn tapaði 5.000 milljörðum á fyrsta fjórðungi
Sjóðurinn notar tekjur af olíu- og gasvinnslu í Noregi til að fjárfesta í óskildum fyrirtækjum. Markmiðið er að sjóðurinn standi undir framtíðarkostnaði velferðarkerfis Noregs. Mynd: Jan-Rune Smenes Reite

Norski olíusjóðurinn, sem er stærsti fjárfestingarsjóður heims og í eigu norska ríkisins, greindi frá því á fimmtudag að hann hafi skilað neikvæðri ávöxtun upp á 0,6 prósent eða 415 milljarða norskra króna – um 5.059 milljarðar íslenskra króna – á fyrstu þremur mánuðum ársins.

„Ársfjórðungurinn einkenndist af miklum sveiflum á mörkuðum. Hlutaeignir okkar skiluðu neikvæðri ávöxtun, aðallega vegna lækkana í tæknigeiranum,“ sagði Nicolai Tangen, forstjóri norska olíusjóðsins, í yfirlýsingu.

Sjóðurinn greindi einnig frá því að norska krónan hafi styrkst gagnvart nokkrum helstu gjaldmiðlum á tímabilinu.

„Gengishreyfingarnar leiddu til lækkunar á virði sjóðsins um 879 milljarða króna (um 10.712 milljarða íslenskra króna),“ sagði í yfirlýsingunni.

Alls lækkaði virði sjóðsins um 1.215 milljarða norskra króna á fyrsta ársfjórðungi og stóð í 18.526 milljörðum króna í lok tímabilsins. Þetta samsvarar um 225.758 milljörðum íslenskra króna.

Þann 31. mars var 70 prósent fjármuna sjóðsins fjárfest í hlutabréfum, 27,7 prósent í skuldabréfum, 1,9 prósent …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu