Á bráðamóttöku Landspítalans starfar Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi. Hennar hlutverk er annað en flestra sem þar starfa. „Læknar og hjúkrunarfræðingar sinna þessu líkamlega en við komum inn með félagslega þáttinn, sem hefur einnig rosalega mikil áhrif á líðan fólks,“ útskýrir Jóhanna.
Rétt eins og starf annarra stétta á deildinni er starf félagsráðgjafa á bráðamóttökunni óútreiknanlegt, enda er þar enginn dagur eins. Jóhanna segir sveigjanleika mikilvægan. „Okkar hlutverk er að aðstoða við flæðið, hjálpa til við útskriftir á fólki sem er okkar fólk, innan gæsalappa,“ segir hún. „Við tökum á móti öllum sem eru með einhvers konar vímuefnavanda. Við leiðbeinum aðstandendum og tökum á móti þeim þegar um er að ræða stór áföll. Við hjálpum til við útskriftir á ósjúkratryggðum. Við tökum á móti fólki sem glímir við andlega vanlíðan líka, það er okkar hlutverk.“
Andleg vanlíðan oft fylgifiskur
Verkefni félagsráðgjafa á bráðamóttökunni tengjast oftast andlegri heilsu sjúklinga, jafnvel þótt þeir …
Athugasemdir