Búið að birta Írisi Selfoss-leiðina

Ír­isi Helgu Jónatans­dótt­ur hef­ur ver­ið birt ígildi nálg­un­ar­banns sem er kennt við Sel­foss þeg­ar kem­ur að ein­um af mönn­un­um sem hafa kært hana fyr­ir umsát­ur­seinelti.

Búið að birta Írisi Selfoss-leiðina
Til viðtals Íris Helga tjáði sig um ásakanir á hendur sér í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fullorðins. Þar þvertók hún fyrir að vera eltihrellir og sagðist sjálf vera þolandi. Mynd: Brotkast

Búið er að birta Írisi Helgu Jónatansdóttur, meintum eltihrelli í Reykjanesbæ, ígildi nálgunarbanns sem er kennt við Selfoss-leiðina. Það var gert um síðustu helgi. Selfoss-leiðin tekur til Garps Ingasonar Elísabetarsonar, sem hefur kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti, eftir að þau höfðu stutt kynni í byrjun síðasta árs.

Íris Helga heldur því hins vegar fram í viðtali í hlaðvarpinu Fullorðins hjá Brotkasti, sem og í samskiptum við Heimildina, að hún hafi aldrei átt í þeim samskiptum sem Garpur lýsir, utan vinsamlegra orðaskipta á samfélagsmiðlum. 

Rannsókn Heimildarinnar hefur leitt í ljós að minnst níu manns hafa sakað Írisi Helgu um áreiti eða umsáturseinelti. Elsta málið varðar par um fertugt, en þau hafa beðist undan að tjá sig vegna málsins. Þau leituðu fyrst til lögreglu árið 2022 og hafa síðan kært Írisi Helgu. Af þeim málum sem hafa verið tilkynnt lögreglu er mál þessa fólks lengst komið.

Tveir leituðu til lögreglu um helgina

Annar maður, Sölvi Guðmundsson, var í sambandi með Írisi Helgu í um ár, og hefur mátt þola svæsið umsáturseinelti nafnlausra reikninga á samfélagsmiðlum. Áreitið nær einnig til unglingsdóttur Sölva sem steig fram á samfélagsmiðlum í síðustu viku og birti alls kyns áreiti sem hún hafði orðið fyrir, og voru sum skilaboðin í nafni Írisar Helgu. 

Þá birtist póstur á samfélagsmiðlasíðu bæjarfélagsins þar sem stúlkan býr, og þar var því haldið fram að hún væri týnd og mynd birt með. Það reyndist uppspuni en færslan var ekki í nafni Írisar Helgu.

Bæði Sölvi og Garpur hafa leitað til lögreglu um síðustu helgi vegna þess að áreitið hefur haldið áfram samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Báðir hafa þeir kært Írisi til lögreglu vegna áreitisins.

Selfossleiðin

Selfoss-leiðin svokallaða felur í sér samkomulag milli lögreglu og sakbornings og er notuð í þeim tilvikum þar sem lögregla telur að friðhelgi brotaþola megi vernda með vægari hætti en nálgunarbanni eða brottvísun af heimili, þegar um heimilisofbeldi er að ræða, en þó er um ígildi nálgunarbanns að ræða. Verði brotið gegn því eru afleiðingar ekki jafn afgerandi og þegar um eiginlegt nálgunarbann er að ræða.

Þessi leið hefur verið notuð og er í þróun hjá lögreglunni á Suðurlandi og hefur gildi fyrir dómi. Með Selfoss-leiðinni er sakborningi gefinn kostur á að undirrita yfirlýsingu við lok skýrslutöku af honum, þegar sakarefni hefur verið borið undir hann og honum gefinn kostur á að taka afstöðu til þess.

Íris Helga hefur hins vegar neitað að hún hafi undirritað skjalið. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur lögregla nú birt henni skjalið og hefur það því gildi.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár